Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Side 97

Eimreiðin - 01.05.1966, Side 97
ItlTSJÁ 185 °g góðra stunda notið við hlið göfugs lífsförunauts, hollra vina og ekki sízt a samfundum við skáldgyðjuna — og að sitthvað hafi ýft skap hans í fari samtíðarinnar utan lands og innan, þá sé hann alls ekki ofsaddur lífdaga, og er það í fullu samræmi við þá seiglu °g festu, sem honum mun hafa verið 1 blóð borin, en hertist og styrktist, en kól ekki á frostnóttum vorsins. Eg veit ekki, hve rnargir þeir eru meðal hinna ungu íslendinga, sent lesa og kunna að meta ljóð og sögur Jakobs Thorarensen, en hitt veit ég, að margt af unga fólkinu mundi fljót- •ega fá mætur á ýmsu því, sem eftir hann liggur, ef það á annað borð feng- lst til að lesa Jrað og legði sig í frarn- hróka unt að skilja og skynja raunsasi hans, bersögli og kímni. Og ekki er að efa, að Jiangað gæti það sótt sér aukinn manndóm og ntattugra og snjallara tungutak en tíðkast á samfundum þeirra, sem þyk- 'r eftirsóknarverðast alls að líkjast þeint, er temja sér hinn „öfuga Dar- winisma“. Við, sem höfum um ára- tugi notið ljóða og sagna Jakobs, eig- Um honum mikla þakkarskuld að gjalda, og ekki efa ég, að Jtað snjall- asta, sem frá lionum hefur komið í bundnu máli og óbundnu, mun verða ær>ð mikils metið, Jtegar þjóðin tek- ur fálma sig útúr þeirri gerninga- þoku andlegs og veraldlegs ábyrgðar- 'eysis, sem nú hefur um liana villt. ltragi Sigurjónsson: ÁGÚSTDAGAR. Kvöldvökuútgáfan. Akureyri 1965. Ég hef lengi vitað, að Bragi Sigur- jónsson væri þrekmikill, frjálslynd- Ur °g 1 bezta lagi ábyrgur manndóms- ntaður. Og ég hef talið víst, að hann ntundi á vettvangi opinberra afskipta fyrr eða síðar uppskera öruggt traust og ærna liylli. Ég Jróttist einnig hafa séð, að í honum væri rík og frjó skáld- æð, meira að segja virtist mér frekar óhrjálega unnar smásögur hans benda eindregið til þess. Hitt þótti mér frekar ólíklegt, að skáldæð hans fengi notið sín, svo margt sem hann leggur á gjörva hönd, enda Jjykist ég sjálíur liaf'a nokkra reynslu al því, hve erfitt er að samrýma margvíslegt veraldar- amstur við vandhæf og viðkvæm verk- efni á vettvangi fagurra bókmennta, hvert sem annars er eðli þeirra og form. En síðasta ljóðabók Braga, Ágúst- dagar, sker úr um, að honum hefur tekizt að samræma kröfur skáldgáfu sinnar, önn dagsins og átakamikil og tímafrek stjórnmálaafskipti. Hann er hvorki frekur fumari né hagvirkur tilraunamaður á vettvangi formsins, fcr þar yfirleitt götur íslenzkrar ljóð- hefðar, cn í form hans er komin festa, mótuð sntekkvísi á jafnt háttu, hrynj- andi og tungutak. Myndir hans og líkingar eru yfirleitt rökrænar, sam- ræmdar og lítt torræðar, en þó engan veginn hversdagslegar, heldur í nán- um tengslum við anda og efni ljóð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.