Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 100
188
ElMRBWlS
skáldskap hans og viðhorf til lífsins
og tilverunnar.
Ur öllum þessum margbreytilega
efnivið getur lesandinn framkallað
furðu heilsteypta mynd af skáldinu og
manninum sjálfum. Að vísu munu
flestir unnenda ljóða Davíðs Stefáns-
sonar áður hafa myndað sér allfast-
mótaða skoðun um hann, en við lestur
þessarar bókar, komast menn þó í nán-
ari kynni við liann en áður persónu-
lega. í bók þessari birtist hann, eins
og hann lifir í hugskoti vina sinna,
bæði sem ungur maður, leitandi og
óróasamur, og einnig roskinn og ráð-
inn.
Davið Stefánsson var ekki aðeins
ástsælt og mikið skáld, sem þjóðin dáði,
heldur hafði hann djúptæk áhrif á sam-
tíð sína með glæsileik sinum og per-
sónutöfrum, og þá að sjálfsögðu fyrst
og fremst á þá, sem kynntust honum
bezt persónulega og öðluðust vináttu
lians. Unt þetta vitna líka ritgerðirnar
í bókinni greinilega. En um ástsæld
Davíðs meðal þjóðarinnar allrar, vitna
ennfremur móttökur jrær, sem bókin
fékk, Jrví að hún var ekki aðeins met-
sölubók á jólamarkaðinum í fyrra,
heldur hélt eftirspurnin áfram löngu
eftir að jólakauptíðinni lauk, svo að
auka varð við upplag hennar.
Hátt í 40 myndir prýða bókina og
auka gildi hennar.
1. Ií.
Þárir Bergsson: RITSAFN I—III. Guð-
ntundur Gíslason Hagalín sá um út-
gáfuna. Útgefandi: ísafoklarprent-
smiðja h.f. 1965.
í tilefni af áttræðisafmæli Þorsteins
Jónssonar — Þóris Bergssonar — gaf
ísafold í fyrra út heildarsafn ritverka
hans. Vel var til útgáfunnar vandað
svo sem verðugt er um svo merkan
höfund. Framan við fyrsta bindi rit-
safnsins er ýtarleg og gagnmerk rit-
gerð um ævi og skáldskap Þóris Bergs-
sonar eltir Guðmund G. Hagalín, sent
sá um útgáfu ritsafnsins og bjó Jtað til
prentunar í santráði við höfundinn.
í ritsafninu eru hátt á níunda tug
smásagna, enda hafa þær liingum ver-
ið höfuð viðvangsefni Þóris Bergsson-
ar og fyrir þær hefur hann fyrst °S
fremst hlotið rithöfundafrægð sína.
ritsafninu eru einnig ljóð og tv‘Ll
skáldsögur. Hverju hinna þriggJa
binda er skipt í þrjá hluta og efninu
raðað scm næst því í sönni tímaröð og
það hefur fyrst birzt á prenti.
Hér verður ekki fjölyrt um l5etta
myndarlega ritsafn, cnda er skáldskap
ur Þóris Bergssonar löngu alþjóð kuuu
ur og hann hefur þegar hlotið sinn
dóm og viðurkenningu. En auk Pes
Jrekkja lesendur Eimreiðarinnar l,eta^
en margir aðrir smásögur og önnu,
skáldverk Þóris Bergssonar af ei&1
raun, með því að hann hefur um
tugi birt í ritinu fjölmargar smásógu >