Eimreiðin - 01.05.1966, Page 101
iirrsjí
189
ljóð og annað eíni. Eimreiðin vill því
þakka honum tryggð og vináttu og
óska honum til hamingju með hið
mikla og veglega ritsafn lians í full-
vissu Jjess, að þjóðin kunni vel að
meta, bæði nú og á ókomnum tímum,
ritverk þessa merka höfundar.
I. K.
Nitm lijörk Árnndóttjr: UNG LJÓÐ
— Helgafell.
„Nína Bjiirk Árnadóttir er af skálda-
‘Vttum, fædd á Þóreyjarnúpi í Vestur-
Húnavatnssýslu." — Svo segir í kynn-
ingu á kápu bókarinnar utn hina ungu
skáldkonu. Og ennfremur segir þar,
að Stefán skáld frá Hvítadal hafi verið
ömmubróðir liennar. Ekki verða þó
í fljótu bragði séð glögg ættarmót með
Ijóðum þessarar bókar og kvæðum
Stefáns. Eigi að síður dylzt það ekki,
að skáldkonan hefur ljóðrænan stíl,
yljaðan lieitu hjarta, hrifnæmari
sskuþrá og opinskáum tilfinningum.
Nafn bókarinnar er einkarvel valið,
liaeði í táknrænni og eiginlegri merk-
t'igu. Þetta eru ung ljóð ungrar stúlku,
þg bera eðlilega flest einkenni þess.
f bókinni, sem er aðeins 32 blaðsíður,
eru 23 ljóð, flest örstutt. Megin þorri
þeirra fjallar um ástina, og í sumurn
gaetir nokkurrar angurværðar og uggs,
eins og títt er urn ljóð ungra, draum-
fyndra skálda. En mörg af kvæðun-
urn eru myndræn í látleysi sínu og ein-
faldleik.
Við börðumst allan daginn gegn
birtunni
°g bárum visnuð blöð að vitunum.
þegar nóttin kom og kyssti andlit
okkar
s“um við stjörnurnar gráta.
segir á bls. 14. Og ljóðið „Björt hvíldi
nóttin" hljóðar svo:
Björt hvíldi nóttin
yfir borginni.
Blá hvíklu augu þín
á bylgjum hárs míns.
Tæmdur var sá bikar
er l)jó í <>11 okkar þrá.
Sárin eftir svipur dagsins
sviðu ei lengur.
Björt hvíldi nóttin
yfir borginni.
Blíð voru atlot hennar
við sofandi börnin.
Blá hvíldu augu þín
á bylgjum hárs míns.
Þó að yrkisefnin séu ekki ýkja fjöl-
breytileg í Ung ljóð, má ætla að skáld-
konan hasli sér víðari völl er tímar
líða og viðhorf breytast með aukinni
lífsreynslu og þroska.
/. K.
Magnús Jóhannsson frd Hafnarnesi:
HEIMUR í FINGURBJÖRG -
Heimskringla 1966.
Þetta er fyrsta skáldsaga Magnusar
Jóhannssonar frá Hafnarnesi, en á
undanförnum árum hefur hann birt
smásögur í blöðum og timaritum, og
árið 1955 kom út eftir hann smá-
sagnasafn, sem bar nafnið Vegamót.
Þeir, sem lesið hafa smásögur Magn-
úsar frá Hafnarnesi, munu hafa veitt
því athygli, að í þeim bregður fyrii
allsérkennilegu orðfæri, fáheyrðum
orðum og orðasamböndum. Að öðru
leyti hafa smásögur hans ekki vakið
umtalsverða eftirtekt.
í skáldsögunni Heimur i fingurbjörg
gætir sömu einkenna og í smásögun-
um að því er varðar sérstætt málfar,