Eimreiðin - 01.05.1966, Qupperneq 104
192
FJMRF.IÐIX
stór augu (87. bls.); livar vinnumenn-
irnir halda sig (88. bls.); lialdið þetta
út (187. bls.); vatnskar (25fi. bls.);
fyrirfyndi/t (272. bls. og víðar); áhugi
fyrir (291. bls.).
Einar Guðmundsson.
Sncebjörn Jónsson: LOKASJÓÐUR.
Greinasafn. ísafoldarrentsmiðja h.f.
19fi5.
Við lestur þessa greinasafns Snæ-
bjarnar Jónssonar kom mér títt í hug,
að oftar hefði verið lognmolla og svip-
minna um að litast á ritvellinum í
þcssu landi seinustu áratugina, ef Snæ-
björn Jónsson hefði ekki komið þar
jafntítt við sögu og reyndin hafur
orðið. Sannleikurinn er sá, að það er
feikna starf, sem eftir hann liggur sem
kennslubókahöfund, þýðara og greina-
höfund, og ég vildi við bæta sem
menningarkynni og menningarvörð,
því að oft hefur hann gripið vojtn sín,
þar sem óvirt var eða jalnvel fótum
troðið eitthvað, sent hann kunni að
meta og oft var honum hjartfólgið.
Ég lield, að ég hafi lesið flest af
því, sem frá hans hendi hefur komið
seinustu 40 árin, verið lionum ósani-
mála um margt, en líka þakklátur fyr-
ir margt, og fylgzt af áhuga með ýms-
um lijaðningavígum, sem hann hefur
átt í um dagana. Minn dómur er sa.
að hann hafi jafnan varið sitt mál af
einurð og jtekkingu, og oftar liaft rétt
að mæla en viðurkennt hefur verið.
Sem menningarkynnir hefur hann
haldið á loft hinu bezta, hvort sem ís-
lenzkt var eða erlerit, og veg hinna
mætustu manna vildi hann sem mest-
an, og mætti minna á, að suma hma
ágætustu ntenn og merka á heims-
mælikvarða, og íslandsvini mikla að
auki, myndi þjóðin vart kannast við,
ef Snæbjarnar hefði ekki notið við.
Lokasjóður er þriðja greinasafn höf-
undar og liið síðasta frá hans hendi,
sent nafnið bendir til .— Snæbjörn
réðst ungur maður til starfa hjá þjóð-
skörungnum Birni Jónssyni, mat hann
ávallt síðan að verðleikum og hélt við
harin tryggð og minningu hans, °g
samstarf lielur haldizt við það fyi'11"
tæki, sent Björn lieitinn Jónsson stofn-
aði, en það hefur gefið út bækur Snæ-
bjarnar og er sæmd að.
Ég býst ekki við, að bækur Snæ-
bjarnar séu allar í flokki jteirra bóka,
sent kallaðar eru góðar „sölubækm
nú á tímum, en hitt veit ég, að Snæ-
björn á sinn trygga hóp, og er sú sp<>
mín, að bækur hans verði sjaldgæla1
og eftirsóttar, er tímar líða.
Ef ég man það rétt, fékk þjóðin sín
fyrstu kynni af Snæbirni í Eimreið-
inni, að minnsta kosti fékk ég rm'11
fyrstu kynni af honum þar.
A. Th.