Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 52

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 52
122 EIMREIÐJN svona áður. Kannski var stúlka í spilinu, sem valdið hafði honum erfiðleikum og angri. Hver gat vitað það; hann segir henni aldrei neitt. Mótlætið gat svo sem skyndi- lega skollið yfir. En hann var sá eini sem hún átti að og vermt gat haustfölva hennar með sólgeislum, aðeins ef hann hefði viljað. Hvers- vegna gerði hann það ekki? Hún ýtir fastar í öxl hans og togar í hárlubbann á höfði hans. Það er ekkert skemmtilegt að þurfa að gera þetta, hún veit að þetta er sárt. En hún getur ekki lengur slegið því á frest að vekja hann. Komi hann of seint í vinnuna verð- ur henni líka kennt um það, að hún skyldi ekki vekja hann nógu snemma. Oddvar opnar augun, horfir kuldalega á móður sína um stund, eins og hann sé ekki búinn að átta sig til fulls. — Hvað gengur eiginlega á, fnæsir hann svo. — Get ég ekki fengið að sofa í friði. Hann er bál- reiður og snýr sér til veggjar og ætlar að sofa áfram. — Ætlar þú ekki í vinnuna? — Það kemur engum við, hvað ég ætla. — Nei. auðvitað ekki. En nú hef ég þó vakið þig, og svo getur þú gert j^að, sem þér sýnist. Hún gengur hægt og stillilega frá rúmi hans og tekur að bjástra við störf sín. Það er eins og eitt- hvað illt liggi í loftinu á milli þeirra — eitthvað sem sé ósagt. En áminning hennar hefur þrátt fyrir allt haft áhrif. Oddvar rís upp í rúminu, nuddar augun, klór- ar sér í höfðinu, geyspar og stynur, meðan hann fálmar kringum sig eftir fötunum. Honum ferst klaufa- lega að klæða sig og allt gengur andhælis fyrir honum. Innra með honum angrar hann grár veruleik- inn, sem hann er að vakna til. Þeg- ar hann fer í sokkana, stingst önn- ur stóratáin út um gat og þetta er nóg til þess að koma honum úr jafnvægi. — Er það þannig, sem sokkarn- ir eiga að vera, segir hann önug- lega og heldur sokknum fyrir fram- an sig og teygir út gatið svo að það verður ennþá stærra en það var. Komdu með sokkana, ég skal staga í þá, segir hún varfærnislega. — Staga, staga. Já, einmitt núna, þegar ég er að fara í þá. Því hefurðu ekki gert það fyrr? Hann hendir sokkunum frá sér út í horn og fer í sparisokkana, sem hann hafði verið í daginn áður. — Ég hef ekki haft tíma, Odd- var minn, segir hún. — Það er svo margt, sem gera þarf, og ég einsöm- ul. Hún sagði þetta stillilega, en það var eins og orðin stæðu kyrr í loftinu, því að það var enginn, sem svaraði. Oddvar sat þögull meðan hann gleypti í sig matinn. Svo greip hann nestispakkann og skundaði út. Hann mætir deginum, eins og margir aðrir við erfiðisvinnu, og lætur gremju sína bitna á öðrum og sjálfu starfinu. Vinnufélagar hans syngja og gera að gamni sínu. Það ber svo margt á góma, eftir helgar og skemmtilega nótt. Sum-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.