Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 52

Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 52
122 EIMREIÐJN svona áður. Kannski var stúlka í spilinu, sem valdið hafði honum erfiðleikum og angri. Hver gat vitað það; hann segir henni aldrei neitt. Mótlætið gat svo sem skyndi- lega skollið yfir. En hann var sá eini sem hún átti að og vermt gat haustfölva hennar með sólgeislum, aðeins ef hann hefði viljað. Hvers- vegna gerði hann það ekki? Hún ýtir fastar í öxl hans og togar í hárlubbann á höfði hans. Það er ekkert skemmtilegt að þurfa að gera þetta, hún veit að þetta er sárt. En hún getur ekki lengur slegið því á frest að vekja hann. Komi hann of seint í vinnuna verð- ur henni líka kennt um það, að hún skyldi ekki vekja hann nógu snemma. Oddvar opnar augun, horfir kuldalega á móður sína um stund, eins og hann sé ekki búinn að átta sig til fulls. — Hvað gengur eiginlega á, fnæsir hann svo. — Get ég ekki fengið að sofa í friði. Hann er bál- reiður og snýr sér til veggjar og ætlar að sofa áfram. — Ætlar þú ekki í vinnuna? — Það kemur engum við, hvað ég ætla. — Nei. auðvitað ekki. En nú hef ég þó vakið þig, og svo getur þú gert j^að, sem þér sýnist. Hún gengur hægt og stillilega frá rúmi hans og tekur að bjástra við störf sín. Það er eins og eitt- hvað illt liggi í loftinu á milli þeirra — eitthvað sem sé ósagt. En áminning hennar hefur þrátt fyrir allt haft áhrif. Oddvar rís upp í rúminu, nuddar augun, klór- ar sér í höfðinu, geyspar og stynur, meðan hann fálmar kringum sig eftir fötunum. Honum ferst klaufa- lega að klæða sig og allt gengur andhælis fyrir honum. Innra með honum angrar hann grár veruleik- inn, sem hann er að vakna til. Þeg- ar hann fer í sokkana, stingst önn- ur stóratáin út um gat og þetta er nóg til þess að koma honum úr jafnvægi. — Er það þannig, sem sokkarn- ir eiga að vera, segir hann önug- lega og heldur sokknum fyrir fram- an sig og teygir út gatið svo að það verður ennþá stærra en það var. Komdu með sokkana, ég skal staga í þá, segir hún varfærnislega. — Staga, staga. Já, einmitt núna, þegar ég er að fara í þá. Því hefurðu ekki gert það fyrr? Hann hendir sokkunum frá sér út í horn og fer í sparisokkana, sem hann hafði verið í daginn áður. — Ég hef ekki haft tíma, Odd- var minn, segir hún. — Það er svo margt, sem gera þarf, og ég einsöm- ul. Hún sagði þetta stillilega, en það var eins og orðin stæðu kyrr í loftinu, því að það var enginn, sem svaraði. Oddvar sat þögull meðan hann gleypti í sig matinn. Svo greip hann nestispakkann og skundaði út. Hann mætir deginum, eins og margir aðrir við erfiðisvinnu, og lætur gremju sína bitna á öðrum og sjálfu starfinu. Vinnufélagar hans syngja og gera að gamni sínu. Það ber svo margt á góma, eftir helgar og skemmtilega nótt. Sum-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.