Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 87

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 87
Matthias Johannessen: KJAR- VALSKVER - Helgafell. í Kjarvalskveri Matthíasar Jo- hannessen eru sex viðtalsþættir, sem hann hefur átt við listamann- inn á nokkurra ára bili og hafa við- tölin orðið til af mismunadi til- efni. Flest hafa þau áður birtzt í Morgunbþiðinu að undanskildu því síðasta er ber yfirskriftina: Vökunótt fuglsins. Hinir samtals- jiættirnir í bókinni nefnast: Hin heilaga skírn, Vetrarbrautin séð frá tunglinu, Hönkin okkar hinna, Með Kjarval á Þingvöllum og Æsk- an er öll komin í myndir. í viðtölum þeirra Kjarvals og Matthíasar kennir margra grasa um lífið og tilveruna og listina, og ekki er ávallt auðvelt að fylgja Kjarval eftir á fluginu, þegar hon- um tekst uppi og lætur gamminn geysa og hugmyndaflugið þeysa óbeizlað. Hann hefur oftast orðið, þó að Matthías skjóti öðru hvoru inn athugasemdum og spurning- um, er verða tíðum vaki að nýju umræðuefni eða beinir viðræðunni inn á nýjar brautir. En eins oft -uinds injaq jBAiefyf ge is ingunum ósvarað og heldur áfram sínu striki ótruflaður. Þannig fer hann til dæmis að, þegar hann er spurður um æsku sína og uppvaxt- arár. Og það er ekki fyrr en löngu síðar, er Matthías víkur að sama efni aftur, og spyr hvernig hann hafi haft það í uppvextinum, að Kjarval svarar: „Ágætt, það var leikið við mig í náttúrunni og það var flóð og fjara á hverjum degi og svo var manni útvegað eitt Heklu- gos í samtíðinni, heldurðu ekki að það sé ætlaðst til að maður geri eitthvað úr þessu?“ Og þegar Kjarval er um það spurður, hvort hann sé meistari. svarar hann: „Nei — en ég er alltaf að leitast við að sanna mér að meistarinn hafi rétt fyrir sér. Ég er ekki meistari sjálfur, ég er fjósa- maður hans.“ Það eru mörg hnyttin tilsvör í þessari bók og raunar má segja að hún úi og grúi af spakmælum lista- mannsins, þó að einnig séu þar mörg tvíræð tilsvör, sem leggja má út á mismunandi veg; þau leyna á sér alveg eins og sitthvað í mál- verkum Kjarvals, sem ekki liggur öllum í augum uppi við fyrstu sýn,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.