Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 64
EIMREIÐIN til endurskoðunar og reyna að skajia jákvæðara viðhorf hjá fólki til starfsins og arðsins. Þó krafa um atvinnulýðræði sé ekki liávær nú öðlast hún vafalaust mikið fylgi í framtiðinni. Ég vil leggja áherzlu á séraðstöðu okkar íslendinga í þessu máli. Hér eru fyrirtækin, þótt þau séu stór, mun minni en er- lendis og því er vandamálið hér ekki eins stórt og það er þar. Samt er vandamálið til staðar og verður sennilega vaxandi i framtiðinni ef við sofnun á verðinum og gleymum að við lif- um í síbreytilegu ])jóðfélagi. Því er mikilvægt að fylgjast með þróuninni og reyna að beina henni inn á þær brautir, sem eru manninum til góðs. Við íslendingar eigum að sjálfsögðu að færa okkur í nyt reynslu annarra þjóða varðandi atvinnulýð- ræði. Þann 30. ágúst síðastliðinn skipaði félagsmálaráðherra nefnd, en hlutverk hennar er að semja frumvarp um atvinnulýðræði. Ég tel slik vinnubrögð alröng. 1 stað lagaboðs tel ég eðlilegra að gerður verði rammasamningur af Alþýðusambandi íslands og Vinnuveitendasambandi íslands. Sá samningur yrði stefnu- mótandi. Hann ætti síðan að útfæra í hverju fyrirtæki eftir því sem við á. I þessu fyrirkomulagi felst sá sveigjanleiki, sem nauðsynlegur er, þegar um mannleg samskipti er að ræða. Ég tel, að á hverjum vinnustað, þar sem það á við, eigi fyrst að koma á samstarfsnefndum og að starfsmenn fái fulltrúa í stjórn fyrirtækjanna. Með slíku fyrirkomulagi fengju sem flestir að móta þetta samstarf. Næsta skrefið yrði að mínu viti að veita starfsmönnum rétt til að kaupa hlutabréf i því fyrirtæki, sem viðkomandi starf- ar i. Þannig yrði þörfum launþega fyrir að geta gert sig gild- andi fullnægt og fyrirtækin fengju að öllum líkindum áhuga- samara starfsfólk, sem léti sig hag fyrirtækisins miklu skipta. Ef atvinnulýðræði yrði að veruleika tel ég að þau fyrirtæki, sem ryddu brautina, yrðu samkep])nisfærari en önnur hliðstæð fyrirtælu vegna aukinna afkasta ánægðara starfsfólks. Þetta hefði síðan þær afleiðingar að fleiri fyrirtæki kæmu í kjölfar- ið og tækju upp atvinnulýðræði. Ávinningurinn er augljós ann- ars vegar betur rekin fyrirtæki og hins vegar ánægðara starfs- fólk, sem fyndi tilgang með vinnu sinni í ríkari mæli en áður. Raunverulegt lýðræði byggist á dreifingu valdsins. Ein af þeim leiðum, sem fara má í átt að auknu lýðræði, er að gera fólk að virkari þátttakendum í atvinnulífinu. Atvinnulýðræði veilir fólki lækifæri til að móta stefnu síns fyrirtækis. Þá yrðu tengslin milli vinnunnar og markmiða fyrirlækisins starfsfólk- inu Ijósari. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.