Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 74
EIMREIÐIN Höfundatal Siffuróur Líndal prófessor fæddist í Reykjavík 2. júlí 1931. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk B.A prófi í latínu og sagnfræði 1957 og lagaprófi 1959 frá Háskóla íslands. Sigurður stund- aði framhaldsnám í réttarsögu í Kaupmannahöfn og Bonn 1960—1962. Síðan hefur hann verið fulltrúi hjá Borgardómara, ritari Hæstaréttar og er nú prófessor í lögum við Háskóla íslands. Siguður hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um menningarmál og sagnfræði. Matthías Johannessen ritstjóri fæddist í Reykjavík 3. janúar 1930. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og lauk cand. mag. prófi í íslenzkum fræðum með bókmenntir sem aðalgrein 1955 við Há- skóla íslands. Hann hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 1959. Matthías hefur m. a. gefið út nokkrar ljóðabækur. Þráinn Eggertsson hagfræðingur fæddist 23. apríl 1941. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961, lauk B.A. prófi í hagfræði frá háskólanum í Manchester á Englandi 1964 og doktorsprófi í hagfræði frá Ohio State University í Bandaríkjunum 1972. Þráinn var starfsmaður O.E.C.D. 1964—1965, en er nú lektor í viðskiptafræðideild Háskóla íslands. Hjörleifur Sigurðsson listmálari fæddist í Reykjavík 26. október 1925. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945 og stundaði síðan myndlistarnám í Svíþjóð, Frakklandi og Noregi 1946—1952. Hann hefur m. a. kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Alexander Solsjenitsyn fæddist 11. desember 1918. Hann hlaut menntun sína við háskólana í Rostov og Moskvu, tók þátt í heimsstyrjöldinni síðari og hiaut þar tvö heiðursmerki fyrir hugrekki. Hann sat í fangabúðum kommúnista 1945—1953 og var í útlegð í Síberíu 1953—1957. Hann hefur á undanförnum árum verið einn helzti gagnrýnandi kúgunar þeirrar og harðstjórnar, sem er í Ráðstjórnarríkjunum. Fyrir það var hann rekinn úr rithöfundasamtökum Ráðstjórnarríkjanna árið 1969. Alexander Sol- sjenitsyn hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1970. Hann er talinn meðal helztu rithöfunda þessarar aldar. Árdís Þórðardóttir viðskiptafræðinemi fæddist 7. marz 1948. Hún lauk íþróttakennaraprófi 1968 frá íþróttakennaraskóla íslands. Að loknum kennslustörfum í eitt ár hóf hún nám við Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi og stúdentsprófi 1971. Hún stundar nú nám í viðskipta- fræði við Háskóla íslands. Herbert Reed ljóðskáld og listfræðingur fæddist 1893 í Yorkshire á Stóra-Bretlandi. Hann hlaut menntun sína við háskólann í Leeds og gerðist síðar safnvörður og háskólakennari. Hann hefur gegnt prófessors- stöðu við háskólana í Edinborg, Cambridge, Liverpool og Harvard. Her- bert Reed hefur ritað fjölda bóka um listir og fagurfræði auk ljóðabóka. Hann lézt árið 1972. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.