Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 10
EIMREIÐIN einstaklinganna innan hópsins til samfélags. Undirstaða hans hlýtur að vera m. a. vitund um þau sérkenni, sem lýst hefur verið, og hana má kalla þjóðernisvitund. Annars mótast hún af sameiginlegri arfleifð, sem hnýtir þjóðina við fortíðina, sameiginlegum hagsmunum, sem tengir hana saman í nútíð og sameiginlegum hugsjónum, sem styrkja samheldnina um ókomna tið. Oftast eru allir þessir þættir samanslungnir að meira eða minna Ieyti. Þjóðernisvitundin mótar svo yfirleitt þjóðernisleg markmið eða hina eiginlegu þjóðernisstefnu. Hún felur oftast í sér viðleitni til að styrkja þjóðlega einingu, að tryggja þjóðfrelsi, að varðveita þjóðleg sérkenni og siðast en ekki sizt þjóðlegan metnað, sem einkum er fólginn í við- leitni þjóðar til að halda hlut sínum á sem flestum sviðum gagnvart öðrum þjóðum. En livaða áhrif hefur þetta á efna- lega velgengni? Sú sameiginlega arfleifð, sem áður var minnzt á, er i reynd ekki annað en lífsreynsla, sem þjóðin, kynslóð eftir kynslóð, hefur aflað sér á öllum sviðum við það að lifa við ákveðnar aðstæður. Hún er undirstaða þess, sem kallað er þjóðleg menning í viðtækasta skilningi, ekki eingöngu andleg menning, heldur lika verkleg. Þessi menning getur átt sér er- lendan uppruna að ýmsu leyti, en hún er þjóðleg, af því að hinir erlendu þættir eru lagaðir að þeim aðstæðum, sem þjóð- in býr við. Varla getur leikið vafi á því, að hverri þjóð, sem nokkurn veginn hefur tekizt að lifa lífi sínu, sé hagur að því að hafa þessa reynslu að leiðarljósi í önn sinni og athöfn, og þá einkum þær lifsskoðanir, sem mótazt hafa. Þessa reynslu verður síðan hver þjóð að laga að breyttum aðstæðum og í ljósi nýrra viðhorfa, en þá reynir á hugkvæmni og sköpunar- mátt. Sama á við, þegar ein þjóð vill tileinka sér menningai-- verðmæti annarra og laga að sínum eigin. Þessi reynsluforði verður grundvöllur þjóðlegrar menningar. Ef vel tekst, er sérstakt þjóðerni vitnisburður um dug og liæfni þjóðarinnar til að leggja eitthvað af mörkum sjálfri sér og öðrum til nyt- semdar. Þegar það verður henni hvatning til að gera enn bet- ur, fer ekki hjá því, að þjóðernisvitundin verði aflgjafi and- legra og efnalegra framfara. Ef hins vegar þau viðhorf ráða að treysta sem mest á aðrar þjóðir, þiggja hvaðeina af þeim og lúta í sem flestu forsjá þeirra, lilýtur það að leiða til upp- dráttarsýki og hnignunar. Hver einasta þjóð, sem hefur rifið sig upp úr volæði og kyrrstöðu, hefur fylgt þjóðernisstefnu og svo er enn t. d. um þær þjóðir þriðja heimsins, þar sem upp- gangur er mestur. Bezta dæmið um þau áhrif þjóðernisstefn- unnar, sem ég er hér að reyna að lýsa, er án efa uppgangur 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.