Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 36
EIMREIÐIN árangur á yinnumarkaði. Rannsóknirnar liafa meðal annars leitt í ljós, að í Bandaríkjunum hefur heimilisaðstaða aðeins óbein áhrif á tekjur ungra manna. Þættir, svo sem menntun móður, hafa áhrif á liæfni og árangur nemenda, og börn auð- ugra manna halda yfirleitt hlutfallslega langt á námsbrautinni, en hæfni og lengd skólagöngu hafa svo áhrif á launin, þegar unglingurinn fer að vinna. Hins vegar getur fjölskyldan ekki haft bein áhrif á afkomu afkvæmis á vinnumarkaði eftir að skóla sleppir. Börn efnafólks og broddborgara eiga auðvelt með að afla mannauðs, en yfirleitt tekst ekki að koma algerum ó- nytjungum í mikilvægar stöður. Gáfur manna og hæfileikar hafa hins vegar bæði bein og óbein áhrif á laun. Sem vænta má, liafa þessir eiginleikar áhrif á námsárangur og lengd skólagöngu, en að auki hafa gáfur bein áhrif á starfsárangur. Áætlar Kohen, að um 30% af tekjumismun hópa með ólíka menntun stafi af hæfileikamismun milli hópanna og sé óháð menntuninni. Með öðrum orðum, hæfileikamönnum gengur vel á vinnumarkaði, hvort sem þeir eru langskólagengnir eða ekki, en þó miklu betur, ef þeir mennta sig. Fjárfesting í menntun er þvi eltki fyllilega jafn arðbær og talið var, en skilar samt góðum ágóða. Læt ég þar með útrætt um þetta afarflókna mál, en rannsókn þess er, sem fyrr segir, enn á byrjunarstigi. iv. Fjárfesting í menntun og tekjudreifingin. 1 National Bureau of Economic Research í New York-borg hafa tveir hagfræðingar, þeir Jacoh Mincer og Barry Chiswick, unnið merkt brauti’yðjendastarf við rannsóknir á tekjudreifingu á grundvelli mannauðsfræða. Hafa nokkrar af niðurstöðum þeirra birzt opinberlega síðastliðin 2-3 ár. Rannsóknirnar liafa náð til dreifingar tekna — bæði launatekna og afraksturs af eignum — meðal hvítra Bandaríkjamanna, er búa i borgum. Er það nið- urstaða þeirra, að 87% af ójöfnuði árstekna á tímabilinu 1049 til 1969 megi skýra með mismunandi menntun, starfsreynslu og atvinnuleysi einstaklinga. Þessar niðurstöður eru að mörgu leyti merkilegar. Meðal annars hefur sænski hagfræðingurinn, Assar Lindheck, leitt að því athygli í bók sinni, The Economics of the New Left: An Outsiders View, að afnám eignarréttarins í Bandaríkjunum mundi hafa sáralítil áhrif á tekjudreifinguna. Ójöfnuður tekna stafar þar aðallega af mismunandi menntun, starfsreynslu og atvinnuleysi einstaklinganna, sem fyrr segir. Okkur ætti einnig að vera Ijóst, að stórhækkaðir erfðafjárskatt- ar mundu hafa lítil áhrif til jöfnunar. Álnamenn tryggja stöðu barna sinna í þjóðfélaginu með því að efla framleiðslugetu 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.