Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN áherzlu á andrúmsloft myndsviðsins. Línan er kafli út af fyrir sig. Gunnlaugur og nokkrir aðrir málarar millistríðsáranna beittu henni að ýmsu leyti á annan hátt en fyrirrennarar þeirra. Hún gerðist fjölbreytilegri þáttur, staðgengill sveigjanleikans en um leið strangur kvarði byggingar listaverksins. Grindavílcurflokkurinn sýnir bezt bve langt hann náði með breytingunni: eftir að kerfisbundin hugsun var farin að keppa við tilfinningar og uinhverfi. Nátlúran er þó mikilsverður þráð- ur i flestum binna dýrlegu verka, sem höfundur þessarar rit- smíðar trúir, að hafi orðið til í einhvers konar flóðbylgju. Það mun hafa verið um 1940 að Gunnlaugur fór til Grinda- víkur til að mála „Hvít hús og úfinn sjó“ en hitti líka mann- eskjur í harðri en gjöfulli haráttu við náttúruöflin. Þessi bar- átta var alla tíð síðan yndi og eftirlæti málarans. í Grindavík rak hann endahnútinn á nýja aðferð: gróf og stundum beisk korn í þykkum litaflötum. Hún liefur orkað sannfærandi fram á þennan dag eins og hugvitssamlegar lausnir gera að öllum jafnaði. Og það er raunar undravert, hvernig Gunnlaugur félck liana til að blandast mótifum sínuin; sjómönnunum, fólki þorpsins, húsunum á lirjóstrugri ströndinni og meira að segja hátíðarhrag litla samfélagsins. Á yfirlitssýningunni í Listasafni íslands 1970 fengum við að skoða þennan heilsteypta kafla í allnánu samhengi og skynja sterk áhrif hans. Vitaskuld gætir þeirra mest í verkum Gunn- laugs sjálfs af sjómönnum úti á hafi, smiðjunum, krambúð- inni, nokkrum samstillingum á borði og sveitalífslýsingum, sem einna lengst virtust halda í skært og gróft yfirborð. En þeir eru líka margir íslenzku málararnir, sem byggt hafa á grunni Grindavíkurskeiðsins eða reynt að líkja eftir því. Við getum spurt um ávinning uppgötvunar Gunnlaugs bæði fyrir liann sjálfan og list samlíðarinnar. Spurningunni hefur þegar verið svarað að noklcru leyti. Hún var persónuleg lausn hans á vanda málverksins en jafnframt forsenda þess, að hann gseti haldið áfram að starfa með eðlilegum hætti. Aðdráttarafl hennar minnkaði þó fljótt eftir að hámarkinu var náð. Nýjar hugmyndir kölluðu að. í annan stað má óhikað telja hana formstefnu, er sætti is- lenzkar „aðstæður“ og geðslag alþjóðlegum viðhorfum. Mér keniur i hug franski málarinn Rouault til ofurlítið nánari skýr- ingar. Rouault tengdi sterka trúarþörf sína nútímalegum að- ferðum á einkar minnisverðan hátt. Ráðir virtust þessir lista- nienn liarðir og stundum kaldir á ytra borðinu en reyndust i niörgum tilvikum viðkvæmir inn við beinið. 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.