Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 9
EIMREIÐIN liafi gerzt ákafir þjóðernissinnar, — a. m. k. þegar straumar almenningsálitsins hafa legið þannig og enginn vafi er á því, að margir vinstrisinnar liér á landi eru miklir þjóðernissinn- ar. Hilt er mér meira til efs, hvort liægt er að kalla þá marx- ista. Margar hugmyndir þeirra eru ákaflega óljósar, — mér virðist nokkuð gæta einhverrar rómantískrar stjórnleysisstefnu, sem ég veit ekki, livort kemur heim við kenningar Marx. Ann- ars verður að hæla því við, að hugmyndafræði er ekki sterk- asta hlið Islendinga. Hver sem hefur á skoðunum sínum eitt- livert yfirbragð róttækrar jafnaðarstefnu eða stjórnleysis- stefnu, sýnist geta kallað sig marxista. En þeir eru svo sem ekki einir um að gefa hugmyndum sínum nafn, sem vafasamt er, að eigi við. Stór hópur þjóðarinnar kallar sig kristinn, hvað sem líður afstöðu til grundvallarkenninga kristinnar trúar, jafnvel sýnist orka tvímælis, hvort unnt sé að kalla alla presta þjóðkirkjunnar kristna. Tvöfeldni í afstöðu er einnig ótrúlega áberandi einkenni á Islendingum. Þeir virðast ekki vera í neinum vandræðum með að segja eitt en aðhafast annað, án þess að þurfa nokkru sinni að standa skil á því. Eins og sakir standa er það sennilega unga fólkið, sem svo er kallað, þ. á m. stúdenlar við háskólann, sem hefur forystu í slíkri tvö- fcldni. Er ekki sí og æ verið að gefa í skyn, að gildismat ungs fólks sé annað en hinna eldri — það hafni lífsgæðakapphlaup- inu, en þrái einfalt líf? Vist er þó, að skólanemendur — eink- um þó háskólastúdentar — hafa aldrei verið kröfuliarðari um gæði þessa heims en nú. Og engin fyrirtæki hlómgast betur en þau, sem selja ungu fólki vörur þær, er til munaðar teljast. ÞJÓÐERNISSTEFNA: KOSTIR HENNAR OG GALLAR — Þú hefur talið þjóðernisvitund forsendu efnalegrar vel- gengni. S. L.: Því lield ég hiklaust fram. En sennilega er nauðsyn- legt að skýra þetta samhengi nokkru nánar. Um leið verður að gera nokkra grein fyrir því, við livað er átt með hugtakinu þjóðernisvitund og þá um leið þjóð, þjóðerni og þjóðernis- stefna, en hér tel ég, að nokkuð skorti á réttan skilning. Til þess að ákveðið mannfélag verði kallað þjóð, hefur verið tal- ið, að einstaklingar þess þyrftu að hafa tiltekin sameigin- leg ytri einkenni, svo sem tungu, kynþátt, trúarbrögð, menn- ingu, — þeir ættu að byggja afmarkað landsvæði og fleira hefur verið nefnl til auðkennis. Almennt eru menn sammála um, að þessum einkennum til viðbótar þurfi að koma vilji 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.