Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 9

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 9
EIMREIÐIN liafi gerzt ákafir þjóðernissinnar, — a. m. k. þegar straumar almenningsálitsins hafa legið þannig og enginn vafi er á því, að margir vinstrisinnar liér á landi eru miklir þjóðernissinn- ar. Hilt er mér meira til efs, hvort liægt er að kalla þá marx- ista. Margar hugmyndir þeirra eru ákaflega óljósar, — mér virðist nokkuð gæta einhverrar rómantískrar stjórnleysisstefnu, sem ég veit ekki, livort kemur heim við kenningar Marx. Ann- ars verður að hæla því við, að hugmyndafræði er ekki sterk- asta hlið Islendinga. Hver sem hefur á skoðunum sínum eitt- livert yfirbragð róttækrar jafnaðarstefnu eða stjórnleysis- stefnu, sýnist geta kallað sig marxista. En þeir eru svo sem ekki einir um að gefa hugmyndum sínum nafn, sem vafasamt er, að eigi við. Stór hópur þjóðarinnar kallar sig kristinn, hvað sem líður afstöðu til grundvallarkenninga kristinnar trúar, jafnvel sýnist orka tvímælis, hvort unnt sé að kalla alla presta þjóðkirkjunnar kristna. Tvöfeldni í afstöðu er einnig ótrúlega áberandi einkenni á Islendingum. Þeir virðast ekki vera í neinum vandræðum með að segja eitt en aðhafast annað, án þess að þurfa nokkru sinni að standa skil á því. Eins og sakir standa er það sennilega unga fólkið, sem svo er kallað, þ. á m. stúdenlar við háskólann, sem hefur forystu í slíkri tvö- fcldni. Er ekki sí og æ verið að gefa í skyn, að gildismat ungs fólks sé annað en hinna eldri — það hafni lífsgæðakapphlaup- inu, en þrái einfalt líf? Vist er þó, að skólanemendur — eink- um þó háskólastúdentar — hafa aldrei verið kröfuliarðari um gæði þessa heims en nú. Og engin fyrirtæki hlómgast betur en þau, sem selja ungu fólki vörur þær, er til munaðar teljast. ÞJÓÐERNISSTEFNA: KOSTIR HENNAR OG GALLAR — Þú hefur talið þjóðernisvitund forsendu efnalegrar vel- gengni. S. L.: Því lield ég hiklaust fram. En sennilega er nauðsyn- legt að skýra þetta samhengi nokkru nánar. Um leið verður að gera nokkra grein fyrir því, við livað er átt með hugtakinu þjóðernisvitund og þá um leið þjóð, þjóðerni og þjóðernis- stefna, en hér tel ég, að nokkuð skorti á réttan skilning. Til þess að ákveðið mannfélag verði kallað þjóð, hefur verið tal- ið, að einstaklingar þess þyrftu að hafa tiltekin sameigin- leg ytri einkenni, svo sem tungu, kynþátt, trúarbrögð, menn- ingu, — þeir ættu að byggja afmarkað landsvæði og fleira hefur verið nefnl til auðkennis. Almennt eru menn sammála um, að þessum einkennum til viðbótar þurfi að koma vilji 97

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.