Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 33
ÉIM&EIÐIN Ræða Schultz markaði tímamót. Að vísu voru þessar hug- myndir ekki nýjar af nálinni, og fróðum mönnum hefur jafn- vel tekizt að finna nokkrar línur hjá Adam Smith í Auðlegð þjóðanna, þar sem hann gerir samanburð á vélum og verka- mönnum og líkir tilkostnaði við að auka starfshæfni vinnulýðs við fjárfestingu í betri vélbúnaði. En hugmyndin náði aldrei umtalsverðu fylgi. í kenningum og rannsóknum hagfræðinga var lítið sem ekkert fjallað um gæði vinnuaflsins, magnið eitt var látið skipta máli. Og þannig var ástandið um miðjan fjórða tug 20. aldar, er Maynard Keynes gerði stjórnarbyltingu í hag- fræðinni, og setti fram kenningar sínar um hagsveiflur og or- sakir langvarandi atvinnuleysis. Kenningar Keynes koma máli mínu þess vegna við, að með hjálp góðra manna og í fyllingu tímans fæddu þær af sér allfurðuleg afkvæmi, hin svokölluðu hagvaxtarlíkön: það er að segja stærðfræðileg módel, er lýstu eðli og orsökum langtima hagvaxtar. Höfuðorsök hagvaxtarins var þarna alltaf talin hin sama, myndun fastafjármuna. Þessar ltenningar vöktu í upphafi mikla alhygli, en snemma að lokinni heimsstyrjöldinni síðari gerðist það, að hver brotsjórinn á fætur öðrum reið yfir fílabeinsturna fræðimannanna, það kom í ljós, að nýjar vélar og verksmiðjur orsökuðu efnahagsundur aðeins í löndum þar sem fyrir liendi var hæft starfslið, er kunni að fara með framleiðslutækin. I öðru lagi gerði tilkoma tölvunnar það kleift, sem áður var ógerningur, að sannreyna gildi stærðfræði- legra líkana af hagvexti á raunverulegum tölum úr þjóðarbú- skapnum. Árangurinn var bághorinn. Ekki var unnt að rekja nema smáhluta þess hagvaxtar, er reynt var að skýra, til fjár- munamyndunar, og væri vinnuaflsaukningin tekin með í reikn- inginn batnaði ástandið lítið. Aðeins var hægt að rekja tæpan helming árlegrar framleiðsluaukningar þjóðarbúanna á Vest- urlöndum til aukinnar notkunar framleiðslutækja og vaxandi vinnuafls. Fjölmargra leiða var leitað út úr ógöngunum, og á síðari liluta sjötta áratugsins voru nokkrir liagfræðingar farnir að nota við útreikninga sína vísitölur, er mæla áttu gæði vinnu- aflsins. Ræða Schultz kom því á tímum, er það sem hér verður kallað mannauðsfræði, var í nokkrum uppgangi. En liann hleypti skriðunni af stað, og segja má með sanni, að rannsóknir Schultz og annars bandarísks hagfræðings, Garys Becker, liafi markað alger tímamót. Prófessor Mark Blaug við Lundúnahá- skóla, sem sennilega er fremstur evrópskra hagfræðinga á þessu sviði, hefur gefið út skrár um bækur og greinar, er komið liafa út um mannauðsfræði. í skrá hans frá 1964 er getið 420 bóka og ritgerða, en þar af höfðu um 70% birzt á árunum 1960 til 1964. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.