Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 72
EIMREIÐIN mannslíkamanum jafnt og alheiminum samræmda og starf- ræna lögun, sem um leið liöfðar til vitsmuna okkar sem feg- urð. En þegar við segjum lögmál jafnaðar, kemur í ljós furðu- leg þverstæða. Orðabókin gefur eftirfarandi skýringu: „Þegar gripið er til réttlætislögmála til þess að leiðrétta eða auka við lög“. Eins og oft áður koma orðin upp um okkur: með því að nota orðið jafnaður (equity) höfum við neyðzt til þess að játa, að venjurétturinn eða selt lög, þ. e. þau lög, sem ríkið selur, þurfa alls ekki að vera náttúruleg eða réttlát lög. Til eru xn. ö. o. ákveðin réttlætislögmál, sem eru lögum mannanna æðri, lögmál jafnréttis og sanngirni, sem leiða af náttúrulegri skip- an alheimsins. Jafnaðarlögmálsins verður fyrst vart í lögfræði Rómverja og var dreg- ið af bókstaflegri merkingu orðsins „aequitas". í sígildri umræðu um þetta efni bendir Sir Henry Maine (Ancient Law) á, að í orðinu „aequi- tas“ felist hugmyndin um jafna eða eðlilega hlutdeild. „Einhvers konar jöfn skipting áþreifanlegra og óáþreifanlegra stærða er án efa rækilega samtvinnuð skilningi okkar á hugtakinu réttlæti. Vandfundin eru þau hugtakatengsl, sem orka jafnsterkt á hugann og sem djúpspökustu hugs- uðir eiga jafnerfitt með að sneyða hjá“. „Sá þáttur í þjóðarrétti Róm- verja, sem gekk undir nafninu jafnaður (equity), svaraði einmitt til helzta og augljósasta einkennis náttúrunnar eins og hún kom þeim fyrir sjónir. Náttúran fól í sér samhverfa skipan, fyrst í efnisheiminum, síðan í siðfræðinni. Þannig voru fyrstu hugmyndir mannsins um þessa skipan tengdar beinni línu, sléttum fleti og mældum fjarlægðum“. Ég legg áherzlu á þennan uppruna orðsins vegna þess að ég álít mikil- vægt að gera greinarmun á lögmálum náttúrunnar þ. e. efnisheimsins og þeirri kenningu um ósnortna, upprunalega náttúru, sem varð inntakið í hinum hugljúfu jafnréttishugmyndum Rousseaus. Það voru þessar hug- myndir, sem eins og Maine orðaði það þurrlega „áttu stærsta þáttinn í verstu vonbrigðum fyrstu frönsku stjórnbyltingarinnar og var þó nóg af þeim fyrir“. Kenning Rousseaus var sótt til rómversku lögfræðinganna, en búið var að hafa endaskipti á henni, ef svo mætti að orði komast. Og Maine heldur áfram: „Rómverjar höfðu áttað sig á því, eftir að hafa rannsakað nákvæmlega þjóðfélagskerfi þeirra tíma, að í ýmsum þáttum þess mátti greina áhrif frá náttúrulegum lögmálum, sem þeir höfðu hug- boð um að væru til. Rousseau einblíndi hins vegar á ákveðið fast ástand náttúrunnar (fremur en hin kviku lögmál hennar) og taldi það hinn eina grundvöll fullkomins þjóðfélags: Þjóðfélags, sem var víðs fjarri raun- veruleikanum. Á þessum tveim viðhorfum er sá reginmunur, að annað felur í sér bitra gagnrýni og fordæmingu á nútímanum vegna þess, hve ólíkur hann er glæstri fortíðinni. Hitt telur nútíðina eiga jafnan rétt á sér og reynir ekki að sniðganga hana eða skoða frá ákveðnum sjónar- hóli.“ Ég held ekki fram, að beint samhand sé milli rómverskra laga og nútíma stjórnleysisstefnu. En ég fullyrði, að hún grund- vallist á lögmálum náttúrunnar fremur en ástandi hennar. Hún á sér fyrirmynd í einfaldleik og samræmi í lögmálum efnis- 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.