Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.04.1973, Blaðsíða 30
EIMREIÐIN MOLD UNDIR MALBIKI Ilann kemur stundum til mín. Einungis þegar verst gegnir, segir hann. Ég rétti honum 10, 20 eða 30 krónur. Alltaf ætlar hann að kaupa sér mat fyrir peningana, aldrei áfengi. Aldrei hef ég séð saklausari augu en þegar hann fullyrðir að „áfengi kemur ekki til greina. Ég er liættur.“ Þeir kalla hann Tobha í bikinu. Hann er ungur maður (mér finnst hann ungur, af því hann er á aldur við mig), fremur luralegur, gengur alltaf í bláum samfesting og óreimuðum stíg- vélum. Einlivern tíma hjó hann í tjaldi, heyrði ég — í úthverfi borgarinnar. En ekki veit ég sönnur á því. Einu sinni birtist í dagblaði áskorun „til mannsins, sem tók myndavélina í verzl- uninni og hann beðinn að skila lienni á sama stað, svo að lög- reglan þurfi ekki að hafa afskipti af málinu.“ Hann gerði sér sérstaka ferð til mín. Ég stal henni ekki, sagði liann. Ég er ekki fæddur í gær. Heldurðu að ég hafi stolið henni? Af hverju heldurðu að það Iiafi verið ég. Og livar er hún þá? Líttu í vas- ana. Þarna sérðu! Hann horfði bænaraugum á mig. Ég klapp- aði á öxlina á lionum. Auðvilað stalstu ekki myndavélinni, sagði ég. Daginn eftir var hann tekinn í miðbænum fyrir að reyna að selja þessa sömu myndavél. Hann liverfur mér stundum í langan tíma. Eftir myndavélar- þjófnaðinn, skrifaði Iiann mér bréf. Það var svona: „Kjæri hcrra Matthías Jóhannesson. Þú hefur stundum vikið að mér auri. Ég leifi mér að senda þér miða í happdrætti DAS og óska eftir því, að þú endurníjir þá fyrir mig og greiðir sjálfur kosnaðinn. Nú er svo langt síðan ég hef kvabbað á þér, að ég vonast til, að þú sjáir þér þetta fært. Og þar sem hér er ekki um drykkjupeninga að ræða, treisti ég á hjálpsemi þína. Þinn einlægur 65450—39789.“ Ég þóttist þess fullviss hver álti þetta nafnnúmer. Og nokkr- um dögum síðar hitti ég hann í miðbænum. Hann kom bros- andi til mín, rétti mér höndina og sagði: Þú endurnýjaðir fyrir mig. Þakka þér fyrir. Ég hef aldrei unnið neitt, og mér hefur aldrei dottið í hug að ég geti unnið i happdrætti. Þess vegna spila ég. Svo kvaddi hann. En ég fór að liugsa um lánleysi hans. Hann var ekki bara Tobbi í bikinu. Undir malbikinu er niold, jarðvegur. Ég fór að velta fyrir mér, hvað hægt væri að gera fyrir hann en sá enga leið. Svo liðu vikur og mánuðir. Við hittumst öðru hverju. Hann var aldrei einn, Bakkus var jafn- 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.