Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 36

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 36
EIMREIÐIN árangur á yinnumarkaði. Rannsóknirnar liafa meðal annars leitt í ljós, að í Bandaríkjunum hefur heimilisaðstaða aðeins óbein áhrif á tekjur ungra manna. Þættir, svo sem menntun móður, hafa áhrif á liæfni og árangur nemenda, og börn auð- ugra manna halda yfirleitt hlutfallslega langt á námsbrautinni, en hæfni og lengd skólagöngu hafa svo áhrif á launin, þegar unglingurinn fer að vinna. Hins vegar getur fjölskyldan ekki haft bein áhrif á afkomu afkvæmis á vinnumarkaði eftir að skóla sleppir. Börn efnafólks og broddborgara eiga auðvelt með að afla mannauðs, en yfirleitt tekst ekki að koma algerum ó- nytjungum í mikilvægar stöður. Gáfur manna og hæfileikar hafa hins vegar bæði bein og óbein áhrif á laun. Sem vænta má, liafa þessir eiginleikar áhrif á námsárangur og lengd skólagöngu, en að auki hafa gáfur bein áhrif á starfsárangur. Áætlar Kohen, að um 30% af tekjumismun hópa með ólíka menntun stafi af hæfileikamismun milli hópanna og sé óháð menntuninni. Með öðrum orðum, hæfileikamönnum gengur vel á vinnumarkaði, hvort sem þeir eru langskólagengnir eða ekki, en þó miklu betur, ef þeir mennta sig. Fjárfesting í menntun er þvi eltki fyllilega jafn arðbær og talið var, en skilar samt góðum ágóða. Læt ég þar með útrætt um þetta afarflókna mál, en rannsókn þess er, sem fyrr segir, enn á byrjunarstigi. iv. Fjárfesting í menntun og tekjudreifingin. 1 National Bureau of Economic Research í New York-borg hafa tveir hagfræðingar, þeir Jacoh Mincer og Barry Chiswick, unnið merkt brauti’yðjendastarf við rannsóknir á tekjudreifingu á grundvelli mannauðsfræða. Hafa nokkrar af niðurstöðum þeirra birzt opinberlega síðastliðin 2-3 ár. Rannsóknirnar liafa náð til dreifingar tekna — bæði launatekna og afraksturs af eignum — meðal hvítra Bandaríkjamanna, er búa i borgum. Er það nið- urstaða þeirra, að 87% af ójöfnuði árstekna á tímabilinu 1049 til 1969 megi skýra með mismunandi menntun, starfsreynslu og atvinnuleysi einstaklinga. Þessar niðurstöður eru að mörgu leyti merkilegar. Meðal annars hefur sænski hagfræðingurinn, Assar Lindheck, leitt að því athygli í bók sinni, The Economics of the New Left: An Outsiders View, að afnám eignarréttarins í Bandaríkjunum mundi hafa sáralítil áhrif á tekjudreifinguna. Ójöfnuður tekna stafar þar aðallega af mismunandi menntun, starfsreynslu og atvinnuleysi einstaklinganna, sem fyrr segir. Okkur ætti einnig að vera Ijóst, að stórhækkaðir erfðafjárskatt- ar mundu hafa lítil áhrif til jöfnunar. Álnamenn tryggja stöðu barna sinna í þjóðfélaginu með því að efla framleiðslugetu 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.