Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 74

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 74
EIMREIÐIN Höfundatal Siffuróur Líndal prófessor fæddist í Reykjavík 2. júlí 1931. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk B.A prófi í latínu og sagnfræði 1957 og lagaprófi 1959 frá Háskóla íslands. Sigurður stund- aði framhaldsnám í réttarsögu í Kaupmannahöfn og Bonn 1960—1962. Síðan hefur hann verið fulltrúi hjá Borgardómara, ritari Hæstaréttar og er nú prófessor í lögum við Háskóla íslands. Siguður hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um menningarmál og sagnfræði. Matthías Johannessen ritstjóri fæddist í Reykjavík 3. janúar 1930. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og lauk cand. mag. prófi í íslenzkum fræðum með bókmenntir sem aðalgrein 1955 við Há- skóla íslands. Hann hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 1959. Matthías hefur m. a. gefið út nokkrar ljóðabækur. Þráinn Eggertsson hagfræðingur fæddist 23. apríl 1941. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961, lauk B.A. prófi í hagfræði frá háskólanum í Manchester á Englandi 1964 og doktorsprófi í hagfræði frá Ohio State University í Bandaríkjunum 1972. Þráinn var starfsmaður O.E.C.D. 1964—1965, en er nú lektor í viðskiptafræðideild Háskóla íslands. Hjörleifur Sigurðsson listmálari fæddist í Reykjavík 26. október 1925. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945 og stundaði síðan myndlistarnám í Svíþjóð, Frakklandi og Noregi 1946—1952. Hann hefur m. a. kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Alexander Solsjenitsyn fæddist 11. desember 1918. Hann hlaut menntun sína við háskólana í Rostov og Moskvu, tók þátt í heimsstyrjöldinni síðari og hiaut þar tvö heiðursmerki fyrir hugrekki. Hann sat í fangabúðum kommúnista 1945—1953 og var í útlegð í Síberíu 1953—1957. Hann hefur á undanförnum árum verið einn helzti gagnrýnandi kúgunar þeirrar og harðstjórnar, sem er í Ráðstjórnarríkjunum. Fyrir það var hann rekinn úr rithöfundasamtökum Ráðstjórnarríkjanna árið 1969. Alexander Sol- sjenitsyn hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1970. Hann er talinn meðal helztu rithöfunda þessarar aldar. Árdís Þórðardóttir viðskiptafræðinemi fæddist 7. marz 1948. Hún lauk íþróttakennaraprófi 1968 frá íþróttakennaraskóla íslands. Að loknum kennslustörfum í eitt ár hóf hún nám við Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi og stúdentsprófi 1971. Hún stundar nú nám í viðskipta- fræði við Háskóla íslands. Herbert Reed ljóðskáld og listfræðingur fæddist 1893 í Yorkshire á Stóra-Bretlandi. Hann hlaut menntun sína við háskólann í Leeds og gerðist síðar safnvörður og háskólakennari. Hann hefur gegnt prófessors- stöðu við háskólana í Edinborg, Cambridge, Liverpool og Harvard. Her- bert Reed hefur ritað fjölda bóka um listir og fagurfræði auk ljóðabóka. Hann lézt árið 1972. 162

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.