Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 9
EIMREIÐIN skapað innlendum framleiðendum harða verðsamkeppni af hálfu erlendra framleiðenda. I þeim vöru- og þjónustuflokkum, þar sem þessarar samkeppni hefur gætt, hefur afleiðingin orð- ið stórbætt aðstaða hins frjálsa markaðskerfis til að tryggja sanngjarnt verð til neytenda. Hins vegar eru möguleikar á al- þjóðlegri verðsamkeppni litlir sem engir í ýmsum þjónustu- greinum, svo sem í byggingariðnaðinum og meðal hinna ýmsu sérhæfðu starfsgreina atvinnulífsins. Hættan á einokunarverð- myndun er e.t.v. mest í þessum greinum; oft er það fyrir beinan stuðning hins opinbera, og má þar nefna neikvæð áhrif langs skyldunáms iðnnema á framboð af iðnmenntuðu vinnuafli. Bann á innflutningi flestra landbúnaðarafurða, sem myndu keppa við innlenda framleiðslu, kemur einnig i veg fyrir að neytendur fái notið þess aðhalds, sem erlend samkeppni selur verðlagningu. í báðum ofangreindum tilfellum mætti ráða skjóta bót á með viðeigandi lagabreytingum. — Veita hinir félags- og stjórnmálalegu þættir, sem nú hefur verið getið, fullnægjandi skýringu á verðbólgu á tslandi? — Almennt má segja það. Hins vegar ákvarðast hraði verð- bólgunnar á hverju límabili af ýmsum sérstökum atriðum, svo sem breytingum á aflamagni eða landbúnaðarframleiðslu, út- flutningsverði sjávarafurða, og, á síðustu mánuðum, hækkandi olíuverði. En hverjar svo sem eru hinar aðvífandi orsakir hreytinga á verðbólguhraða, verða þær að skoðast innan þess ramma, sem félagslegar og stjórnmálalegar aðstæður skapa starfsemi hagkerfisins. — Ef félagslegir og stjórnmálalegir þættir hins íslenzka hag- kerfis cru um margt svipaðir og í öðrum vestrænum ríkjum, hvers vegna hefur verðbólga á lslandi verið mun meiri? — Ástæður þessa er að finna i ýmsum sérkennum hins ís- lenzka hagkerfis, eins og áður er getið. Hægast er að skýra þetta með tilvisun til nokkurra meginþátta hins dæmigerða íslenzka verðbólguhrings. í upphafi er hagkerfið í jafnvægi, með stöðugu verðlagi og nægri atvinnu. Siðan gerist það, að þensluáhrif skapast við tekjuaukningu í sjávarútveginum, sem stafa kann af aflaaukningu og/eða hækkuðu útflutningsverði. Auknar tekjur auka eftirspurn sjávarútvegsins á vörum og þjónustu annarra atvinnugreina. Afleiðingin verður eftirspurn umfram framleiðslugetu, og bæði verðlag og kaupgjald hækka i þeim atvinnugreinum, sem njóta góðs af aukinni eftirspurn sjávarútvegsins. Hækkun þessi er í samræmi við lögmál hins frjálsa markaðskerfis og stuðlar að tilfærslu vinnuafls og fjár- magns til þeirra atvinnugreina, þar sem orðið hefur hlutfalls- 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.