Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 60
EIMREIÐIN
ER EITTHVAÐ NÝTT AÐ GERAST?
Líf nútímamanns er flókið, erfitt, næstum óreiðukennt og
reynir á skynsemi og ábyrgðartilfinningu. Það væri ómaklegt
og svik við menningararf okkar, ef Svíar ganga í fararbroddi <
fyrir múghyggju, sem beinist að því að eyðileggja hinn frjálsa
heim. Við getum ekki þolað, að börn okkar og barnabörn verði
svipt rétti sínum sem einstaklingar, fæðist inn í mauraþúfaþjóð-
félag, sem stýrt verði af klíku, er segir sig vinna að fyrirsögn
fjöldans, en er raunverulega jafnbundin hinu ómannlega kerfi
og liinir undirokuðu. Hættulegasta túlkun á tilhneigingum múg-
hyggju er sú einlita skoðanamyndun, sem verður afleiðing ríkis-
flokkakerfis. Þvi er nauðsynlegt að hafa svör á reiðum liönd-
um i anda mannhyggju á öllum sviðum, er varða skoðana-
myndun og kennslu. Sjálfur hef ég lengi haldið þessari skoðun
fram, jafnt í einkasamtölum sem á opinberum vettvangi. Nú
er tími kominn til framkvæmda, enda virðist ísinn vera að
brotna, eins og von sé nýrra tiðinda. Mig langar að telja upp
nokkur atriði, sem nauðsynleg væru:
1. Samtök þeirra, sem fjölmiðlað er til. Forystumenn slíkra
samtaka þurfa að hafa hugrekki til þess að vera hugmynda-
fræðilegir að því marki, að þeir gerðu kröfu til skynsemi og
sanngirni og skirrðust ekki við að berjast gegn rangfærðri rök-
fræði, ekki einu sinni þeirri sem kennd er við Marx.
2. Einhvers konar hreyfing í þá átt að koma á laggirnar al-
hliða bókaútgáfu. Eitt bið mikilvægasta í þeim efnum eru vand-
aðar bókmenntir fyrir börn á öllum aldri. Börn eiga rétl á því
að kynast söguhetjum úr nútið og fortíð, sem gefið geta hug-
myndaflugi þeirra lausan tauminn og Iiaft á þau góð áhrif, en
valda ekki hatri og fordómum. Um pappírskiljurnar er það að
segja, að sannarlega þarf mótvægi við hinni rauðleitu hol-
skeflu, sem ríður yfir búðarborðið. Ekki væri vanþörf á þvi
að þýða nokkrar helztu þeirra bóka, sem gagnrýna kenningar
Marxs og komið hafa út á seinni árum. Meðal þessara bóka er
Introduction lo Marxist Theory (19(50) eftir Henry R. Mayo og
Marxism — One Hundred Years in the Life of a Doctrine (19(57)
eftir Bertrand D. Wolfe.
3. Útgáfa rita til lesturs i skólum og annarra kennslugagna.
Þörf er stuttra, málefnalegra túlkana á sérstaklega umdeildum
málum til viðbótar þeim bókum, sem þegar eru til, sérstaklega
i sögu og félagsfræði. Nauðsynlegt væri að rannsaka þau mark-
mið, sem skólavfirvöld setja námi og gera tillögur um þau.
4. Baráttusamtök foreldra, sem berðust fyrir því, að agi, siðun
og alvarleg þekkingarleit kæmust aftur á í skólakerfi okkar.
152