Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 6
EIMREIÐIN -— Hvað er átt við með því að ekki takist „að samræma kröf- ur hinna ýmsu hagsmunahópa þjóðfélagsins um hlutdeild í þjóðarframleiðslunni“? — Heildarmagn þeirra gæða, sem er til afnota fyrir sam- félagið á ákveðnu tímabili, takmarkast af framleiðslu vöru og þjónustu í hagkerl'inu, að viðbættu því, sem innflutningur er meiri en útflutningur, eða að frádregnu því sem útflutningur er umfram innflutning. Fræðilega séð, myndi skipting þessara gæða í frjálsu hagkerfi á milli vinnuafls og fjármagns vera í hlutfalli við jaðarframleiðni eininga þessa tveggja framleiðslu- þátta. Með öðrum orðum, sérhver vinnuveitandi mun ráða til vinnu einingar vinnuafls að því marki, að verðmæti samsvar- andi framleiðsluaukningar sé jafnt verði vinnuaflseiningar — (launakostnaði). Ilið sama á við um notkun fjármagns; at- vinnurekandi mun hagnýta fjármagn í rekstri sínum að því marki að verðmæti samsvarandi framleiðsluaukningar sé jafnt verði fjármagnseiningar (vaxtakostnaði). Þó að liagkerfi nú- timans séu í mörgu frábrugðin hinu frjálsa markaðskerfi, þá liefur tekjuskipting á milli fjármagns og vinnuafls verið mjög stöðug í mörgum þróuðum löndum um áratugi. Þetta bendir til þess að bið fræðilega líkan frjáls markaðskerfis lýsi ákveðn- um grundvallaröflum, sem eru að verki í liagkerfum hinna þró- uðu landa, og sem sifellt flóknari samningagerð launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör hefur lítil áhrif á. Sá, er þetta ritar, liefur ekki liandbærar upplýsingar um skiptingu þjóðar- tekna milli vinnuafls og' fjármagns á íslandi, en búast má við, að tekjuhlutföll þessara framleiðsluþátla hafi breytzt til- tölulega lítið á eftirstríðsárunum. Þó kann að vera að hlutur vinnuafls hafi aukizt eitthvað, t.d. 1972 og 1973, vegna íhlut- unar stjórnvalda í tekjuskiptingu í formi óraunhæfra verðlags- ákvæða. Þegar haft er í huga, að ákveðið tekjuldutfall fjár- magns er forsenda fyrir áframlialdandi fjárfestingu í atvinnu- lífinu, þá getur óraunhæft telcjulilutfall vinnuafls aðeins staðið yfir um stundarsakir, ef komast á lijá efnahagslegri stöðnun. Með hliðsjón af ofangreindu, er ljóst að langtímaárangur verk- falla og annarra aðgerða verkalýðsfélaga og ríkisvalds til að knýja fram hærri laun vinnuafls en samsvarar verðmæti jaðar- framleiðslu þess, hlýtur að vera aukin verðbólga. — Nú er verkfallsrétturinn talinn meðal grundvallarmann- réttimla í lýðræðisríkjum Vesturlanda. fíendir það, sem sagt er hér að framan. lil þess að þessi réttur þjóni engum tilgangi? — Nei, en kjarasamningar, sem gerðir eru á grundvelli verk- fallshótana eða verkfallsaðgerða, eru mjög gölluð leið til skipt- 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.