Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 6

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 6
EIMREIÐIN -— Hvað er átt við með því að ekki takist „að samræma kröf- ur hinna ýmsu hagsmunahópa þjóðfélagsins um hlutdeild í þjóðarframleiðslunni“? — Heildarmagn þeirra gæða, sem er til afnota fyrir sam- félagið á ákveðnu tímabili, takmarkast af framleiðslu vöru og þjónustu í hagkerl'inu, að viðbættu því, sem innflutningur er meiri en útflutningur, eða að frádregnu því sem útflutningur er umfram innflutning. Fræðilega séð, myndi skipting þessara gæða í frjálsu hagkerfi á milli vinnuafls og fjármagns vera í hlutfalli við jaðarframleiðni eininga þessa tveggja framleiðslu- þátta. Með öðrum orðum, sérhver vinnuveitandi mun ráða til vinnu einingar vinnuafls að því marki, að verðmæti samsvar- andi framleiðsluaukningar sé jafnt verði vinnuaflseiningar — (launakostnaði). Ilið sama á við um notkun fjármagns; at- vinnurekandi mun hagnýta fjármagn í rekstri sínum að því marki að verðmæti samsvarandi framleiðsluaukningar sé jafnt verði fjármagnseiningar (vaxtakostnaði). Þó að liagkerfi nú- timans séu í mörgu frábrugðin hinu frjálsa markaðskerfi, þá liefur tekjuskipting á milli fjármagns og vinnuafls verið mjög stöðug í mörgum þróuðum löndum um áratugi. Þetta bendir til þess að bið fræðilega líkan frjáls markaðskerfis lýsi ákveðn- um grundvallaröflum, sem eru að verki í liagkerfum hinna þró- uðu landa, og sem sifellt flóknari samningagerð launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör hefur lítil áhrif á. Sá, er þetta ritar, liefur ekki liandbærar upplýsingar um skiptingu þjóðar- tekna milli vinnuafls og' fjármagns á íslandi, en búast má við, að tekjuhlutföll þessara framleiðsluþátla hafi breytzt til- tölulega lítið á eftirstríðsárunum. Þó kann að vera að hlutur vinnuafls hafi aukizt eitthvað, t.d. 1972 og 1973, vegna íhlut- unar stjórnvalda í tekjuskiptingu í formi óraunhæfra verðlags- ákvæða. Þegar haft er í huga, að ákveðið tekjuldutfall fjár- magns er forsenda fyrir áframlialdandi fjárfestingu í atvinnu- lífinu, þá getur óraunhæft telcjulilutfall vinnuafls aðeins staðið yfir um stundarsakir, ef komast á lijá efnahagslegri stöðnun. Með hliðsjón af ofangreindu, er ljóst að langtímaárangur verk- falla og annarra aðgerða verkalýðsfélaga og ríkisvalds til að knýja fram hærri laun vinnuafls en samsvarar verðmæti jaðar- framleiðslu þess, hlýtur að vera aukin verðbólga. — Nú er verkfallsrétturinn talinn meðal grundvallarmann- réttimla í lýðræðisríkjum Vesturlanda. fíendir það, sem sagt er hér að framan. lil þess að þessi réttur þjóni engum tilgangi? — Nei, en kjarasamningar, sem gerðir eru á grundvelli verk- fallshótana eða verkfallsaðgerða, eru mjög gölluð leið til skipt- 98

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.