Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 20
EIMREIÐIN 112 framleiðni þeirra. Ef gert er ráð fyrir jafnvægi i hagkerfinu í upphafi, þá eru launahækkanir (verðhækkun vinnuafls) og vaxtahækkanir (verðhækkun fjármagns) sú leið, sem leiðir hagkerfið til nýs jafnvægis, þegar hið upphaflega jafnvægi hefur verið sett úr skorðum með breytingum á hlutfallslegri framleiðni í ýmsum greinum. Þar sem vaxtarskilyrði eru hlut- fallslega góð, er unnt að bjóða vinnuafli hærri laun, eins og áður var getið, þar til jaðarframleiðni vinnuafls hefur jafnazt í hinum ýmsu greinum hagkerfisins. Hið sama gildir um vexti; fjárfesting í vaxtargreinum mun aukast á kostnað fjárfestingar í öðrum greinum, þar til jaðarframleiðni fjár- magns er aftur orðin jöfn í öllum greinum. Þjóðartekjur verða hærri í hinu nýja jafnvægisástandi; hvort verðlag og vextir verða jafnframt hærri að aðlögunartímabilinu loknu er undir fjármálaþróun komið. — Ef hagkvæmt hefði verið að hafa hærri vexti á síðiistu rírum, hver er ástæða þess að svo hefur ekki verið? — Meginástæðuna má telja vöntun þess, að stjórnmálaleið- togar viðurkenni hið mikilvæga hlutverk vaxtakerfisins við örvun sparifjármyndunar og dreifingu fjármagns til þeirra framkvæmda, sem mest myndu auka þjóðartekjur. Önnur ástæða kann að vera, að óeðlilega lágir vextir séu orðnir sam- grónir verðbólgukerfinu, og hafi gegnt því hlutverki að bæta að nokkru skaða þann, sem ákveðnar atvinnugreinar hafa orðið fyrir af völdum verðbólgu (t.d. sjávarútvegur); af þessum ástæðum er nauðsynlegt, að innleiðsla raunhæfra vaxta sé liður í heildarumbótum á verðbólgukerfinu. Hver svo sem orsök lágra vaxta hefur verið, þá hefur afleiðingin verið sú, að grafið hefur verið undan lífeyrissjóðakerfinu, sparifjármyndun hefur ekki verið örvuð en hvatt til hárrar neyzlu, skuldasöfnun hefur verið verðlaunuð en fólki hegnt fyrir sparsemi, en dregið hefur verið úr hagvexti með slæmri nýtingu fjármagns til fjárfestinga. Fáir Islendingar taka lengur alvarlega hið fornkveðna, að sparnaður sé upphaf auðs, þar sem reynslan hefur sannað ótvírætt, að skuld er upphaf auðs. Hið síðarnefnda sést glöggt, ef lítið er á nokkrar tölur. Útlán viðskiptabankanna námu 29,5 milljörðum króna í árslok 1973, en spariinnlán 23,1 milljörðum. Ef gert er ráð fyrir 30% verðbólgu á árinu 1974 og meðal- vöxtum 11% á útlán og 8% á spariinnlán, þá munu lánatak- endur í raun hagnast um 5,0 milljarða króna, en tap spari- fjáreigenda næmi 3,9 milljörðum. I ljósi þróunar mála á fyrstu sex mánuðnm ársins, er þó Ijóst, að um mun hærri tölur verður að ræða. Félagslegt réttlæti er þar af leiðandi mikilvæg ástæða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.