Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 50
EIMREIÐlM 142 íngum fyrri líma aldrei dottið i hug, þeir voru of góðir i dönsku til þess. 1 vorkunarmáli einsog þessu skal ég ekki gera mér leik að því að úthrópa sökudólga, en svo að skiljist hvaða fyrir- hrigði hér er verið að víta, skal ég tilgreina tvö ný dæmi úr fjölmiðli sama daginn: Um iþróttamann, „það var sko (sgu) ekkert að hendinni á honum þá"; og um einhvern markað, „það er sko (sgu) eingin smáræðisútsala". „Sko" er einhverskonar íslenskt harnamál, virðist vera boðháttur af sögninni að skoða, og þýðir alt annað en danska orðið sgu sem blaðamenn okkar vilja láta það samsvara. Orðið sgu kalla danir sjálfir orðskrípi í máli sínu, fyrir nú utan sem það er eftir uppruna sínum og eðli ruddalegt blótsyrði af þeirri tegund sem varla er til í ís- lensku, enda á dönsku talið óprenthæft orð. Landar sem hafa lært slikt orð hljóta að hafa samneytt lángdruknum dönum eða öðrum siðferðilega vaunkuðum mönnum í Danaveldi, aðrir taka sér orðið varla í munn þar i landi. Notkun þessa orðs í islensku er enn ein sönnun þess að nútíma íslendíngar eru illa að sér i dönsku þó þeir sletti henni. Sgu mundi einginn islend- íngur sem kann dönsku sletta í ræðu né riti á voru máli. MINNISGREIN UM STEFNUTILVÍSANIR Það ber vott um ókunnugleika manns á þeim stað þar sem hann er staddur, ef hann kann ekki að vísa eftir gildri mál- venju til annarra staða nær og fjær. Jafnvel tilvísanir um leiðir innan sveitar hafa frá upphafi verið bundnar föstum orðatil- lækjum sérkennilegum fyrir livern bæ, oftast í samræmi við athugun á áttum og legu lands, en stundum af menníngarsögu- legum rökum, einsog þegar sagt er „heim að Hólum" úr öllum attum í Skagafirði; ellegar þegar Reykjavík er táknuð með at- viksorðinu „suður" hvaðanæva á landinu (nema úr Keflavík, þar er sagt „inneftir" eða því um líkt, ef ég man rétt). Einsog aðrir staðir hefur Reykjavík fastmótuð orðatiltæki til að marka stefnu úr bænum og að honum, eftir því hvert farið er eða hvaðan komið. Það á við um sérhvern stað að helst þarf maður að vera þar upp alinn til að vita rétt í þessu efni. Að- fluttir menn verða að læra stefnutákn og viðmiðun við áttir á undan flestu öðru í ókunnri sveit, nema þeir vilji eiga á hættu að verða að athlægi nágranna. Dæmi: reykvikíngar fara á eða uppá Akranes og i eða uppí Rorgarnes, aldrei í Rorgarnes eða i Akranes; „til" Rorgarness eða „til" Akraness lætur útlensku- lega i eyrum reykvikínga; menn koma aftur af Akranesi og úr Rorgarnesi, aldrei úr Akranesi eða af Rorgarnesi, því síður „frá" Rorgarnesi eða „frá" Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68