Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 33
EIMREIÐIN mun óábyrgum stjórnvöldum veitast unnt að framfylgja ströng- um verðlagsákvæðum í stað raunhæfra, en e.t.v. óvinsælla, að- gerða gegn verðbólgu, þar til almennur skilningur er fenginn á fánýti verðlagsákvæða. Leggja ber því niður öll verðlagsákvæði. í byrjun myndi afleiðing þessa verða nokkur verðlagshækkun, á meðan tekjuskipting kemst i jafnvægi það, sem áður var varnað með óraunhæfum verðlagsákvæðum. Ef ekki er um annan umtals- verðan verðbólguþrýsting í hagkerfinu að ræða, þá mun smám saman draga úr verðhækkunum, unz stöðugu verðlagi er náð. Hitt er einnig nauðsynlegt, til að tryggja frjálsa verðmyndun, að banna með lögum ýmsa verzlunarhætti, sem stríða þar á móti. Samkeppni innflutnings er áhrifamesta leiðin, til að varna einokunarverðmyndun innlendra framleiðenda annarra en þeirra, sem slarfa i þjónustugreinum eins og heildsölu og smá- sölu, þar sem ekki er um að ræða erlenda samkeppni. Þvi bæri að banna söluaðilum og samtökum þeirra að krefjast þess, að ákveðið lágmarksverð sé á vöru þeirra i heildsölu og smásölu, eða að gætt sé ákveðinnar lágmarkshlutfallstölu á- lagningar. Einnig ætti að varða við lög að setja þau fyrirtæki í viðskiptabann, sem byggja vilja starfsemi sína á lágu álagn- ingarhlutfalli en hárri veltu. 6. Endurbót kjarasamninga og afnám vísitölubindingar. Þeim aðferðum, sem tíðkast hafa hérlendis við gerð kjara- samninga hefur mistekizt að takmarka nafnvirði launahækk- ana við það, sem samrýmst gæti eðlilegum hagvexti, en hag- vöxtur hlýtur ætíð að sníða hugsanlegri tekjuaukningu laun- þega stakk. Síðustu kjarasamningar voru aðeins eitt dæmi samninga. sem báðir aðilar viðurkenndu að væru mjög verð- bólguaukandi. Að auki tryggir tenging kaupgjalds og vísitölu framfærslukostnaðar, að óhóflegar kaupkröfur, sem nást við kjarasamninga hljóta að leiða til sífelldrar verðbólgu. Ef slík tenging væri ekki til staðar, þá myndi óhófleg kauphækkun orsaka hækkun vöruverðs, sem næmi því sem umsamin kaup- hækkun væri umfram það, sem eðlilegt mætti teljast. Verð- Iag myndi síðan haldast stöðugt. Áður hefur verið drepið á, að þjóðartekjur kunna nú að vera e.t.v. 25% lægri en verið hefði, ef verðbólga og verkföll hefðu ekki dregið úr hagvexti síðan 1950. Það er því augljós hagur bæði launþega og vinnuveitenda, að gerð kjarasamninga sé þannig háttað, að stöðugt verðlag sé tryggt og að mestvi verði komist hjá verkföllum. Tillögur þær, sem hér eru settar 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.