Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 51
ÉIMREIÐlN í höfuðstaðarblöð skrífa oft utanbæarmenn, og er þeim vor- kun þó þeim sé ekki alténd ljós málvenja um stefnutilvísanir sem þar gilda. Sumir blaðskrifarar virðast svo ókunnir mál- venju hér á landi, ekki aðeins í þessu efni, heldur almennu is- lenslcu máli, að þeir gætu verið bornir og barnfæddir í Winni- peg eða Saskatchewan. Önnur dæmi: Um mann er sagt i dagblaði að hann hafi kom- ið „frá Borgarfirði". Svona mál er Winnipeg, þriðja kynslóð. Maður á heima í og kemur úr Borgarfirði, ef ált er við Borgar- fjörð syðra. Um Borgarfjörð eystra er hinsvegar ævinlega sagl á Borgarfirði, og sá sem þaðan flyst er kominn af Borgarfirði (eystra). Þessi einfalda hljóðskiftarregla, í/úr og á/af í smáorðum um kyrrstöðu i eða lireyfíngu úr einhverjum stað, virðist, að breyttu lireytanda, þvínær algild í höfuðatriðum; allir sem hafa eðli- legt íslenskt málskyn fylgja Iienni, þó einkum óskólageingið fólk. Ég er því miður ekki það lesinn í málfræðibókmentum islenskum, að ég hafi rekist á nákvæma greinargerð fyrir regl- unni, en ég hef fyrir satt að hún gildi einnig í færeysku og fróðir menn þar i landi hafi skilgreint liana. Undir þýddri grein í dagblaði stendur: „frá Observer“. Sendi- bréf eru frá einhverjum; þó er hér varla um sendibréf frá Ob- server að ræða, heldur hefur grein staðið í Observer og er þýdd úr ])ví blaði, ekki frá því. „Skipið fór frá landinu í gær“, segir á öðrum stað. Eftir sambandinu verður ekki séð að skipið hafi látið úr höfn. Hvar var skipið áður en það lét í haf? Eftir orð- anna hljóðan hefur það verið utan landsteina, einhversstaðar á landgrunninu. Bretadrotníng á heima í Buckinghamhöll, en flyst í annan bústað að sumrinu. í blaði stendur: „einglands- drotníng fór frá Buckinghamhöll i gær“. Sá sem á heima í höll, flyst úr henni. Sá sem flyst frá höll virðist hafa hafst við einhversstaðar utanvið hallarvegginn, kanski i hallargarðinum. Uað hlýtur að vera sami blaðskrifari sem lýsir eftir týndum uianni með því að segja að hann hafi farið „frá húsi“ sínu á tilteknum tíma. Eftir því að dæma hefur maðurinn ekki verið inni i húsinu áðuren hann fór. lieldur einhversstaðar hjá því eða fyrir utan það. Sama ókennilegt túngutak er í blaðagrein þa i' sem sagt er um einhverjar umsóknir: „voru 8 frá norður- hmdi en 10 frá Reykjavík". Menn sem þannig skrifa halda sér greinilega dauðahaldi í enska orðið „from“ og virðasl ekki þekkja stefnutáknanir á íslensku; sé talað eftir íslenskri mál- VenJu, er sagt „af Norðurlandi" og „úr Reykjavík“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.