Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Side 51

Eimreiðin - 01.04.1974, Side 51
ÉIMREIÐlN í höfuðstaðarblöð skrífa oft utanbæarmenn, og er þeim vor- kun þó þeim sé ekki alténd ljós málvenja um stefnutilvísanir sem þar gilda. Sumir blaðskrifarar virðast svo ókunnir mál- venju hér á landi, ekki aðeins í þessu efni, heldur almennu is- lenslcu máli, að þeir gætu verið bornir og barnfæddir í Winni- peg eða Saskatchewan. Önnur dæmi: Um mann er sagt i dagblaði að hann hafi kom- ið „frá Borgarfirði". Svona mál er Winnipeg, þriðja kynslóð. Maður á heima í og kemur úr Borgarfirði, ef ált er við Borgar- fjörð syðra. Um Borgarfjörð eystra er hinsvegar ævinlega sagl á Borgarfirði, og sá sem þaðan flyst er kominn af Borgarfirði (eystra). Þessi einfalda hljóðskiftarregla, í/úr og á/af í smáorðum um kyrrstöðu i eða lireyfíngu úr einhverjum stað, virðist, að breyttu lireytanda, þvínær algild í höfuðatriðum; allir sem hafa eðli- legt íslenskt málskyn fylgja Iienni, þó einkum óskólageingið fólk. Ég er því miður ekki það lesinn í málfræðibókmentum islenskum, að ég hafi rekist á nákvæma greinargerð fyrir regl- unni, en ég hef fyrir satt að hún gildi einnig í færeysku og fróðir menn þar i landi hafi skilgreint liana. Undir þýddri grein í dagblaði stendur: „frá Observer“. Sendi- bréf eru frá einhverjum; þó er hér varla um sendibréf frá Ob- server að ræða, heldur hefur grein staðið í Observer og er þýdd úr ])ví blaði, ekki frá því. „Skipið fór frá landinu í gær“, segir á öðrum stað. Eftir sambandinu verður ekki séð að skipið hafi látið úr höfn. Hvar var skipið áður en það lét í haf? Eftir orð- anna hljóðan hefur það verið utan landsteina, einhversstaðar á landgrunninu. Bretadrotníng á heima í Buckinghamhöll, en flyst í annan bústað að sumrinu. í blaði stendur: „einglands- drotníng fór frá Buckinghamhöll i gær“. Sá sem á heima í höll, flyst úr henni. Sá sem flyst frá höll virðist hafa hafst við einhversstaðar utanvið hallarvegginn, kanski i hallargarðinum. Uað hlýtur að vera sami blaðskrifari sem lýsir eftir týndum uianni með því að segja að hann hafi farið „frá húsi“ sínu á tilteknum tíma. Eftir því að dæma hefur maðurinn ekki verið inni i húsinu áðuren hann fór. lieldur einhversstaðar hjá því eða fyrir utan það. Sama ókennilegt túngutak er í blaðagrein þa i' sem sagt er um einhverjar umsóknir: „voru 8 frá norður- hmdi en 10 frá Reykjavík". Menn sem þannig skrifa halda sér greinilega dauðahaldi í enska orðið „from“ og virðasl ekki þekkja stefnutáknanir á íslensku; sé talað eftir íslenskri mál- VenJu, er sagt „af Norðurlandi" og „úr Reykjavík“.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.