Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 26
EIMREIÐIN
viðgangs þjóðarbúsins, og þar með efnahagslegrar farsældar
þjóðarinnar, að liafizt verði handa um grundvallarendurbætur
á hagkerfinu.
Slíkar endurbætur gela heppnazt, ef þremur skilyrðum er
fullnægt; (i) rikja verður almennur skilningur á þeim l)ætta
J)jóðar]iag, sem fylgja myndi stöðugra verðlagi og auknum
afköstum þjóðarbúsins; (ii) hinir ýmsu hagsmunahópar verða
að vera reiðubúnir til að aðlaga sig nýjum kringumstæðum,
og, ef þörf krefst, að færa einhverjar fórnir. Að líkindum
myndi einhverra fórna verða krafizt al' öllum helztu hags-
munahópum þjóðarinnar, og skorist einhver hópur undan, þá
yrði siðferðisskylda annarra liópa minni að taka á sig sinn
hluta byrðarinnar; og (iii) það kynni að taka 3 — 4 ár að ná
fullum árangri endurbótanna í mynd stöðugs verðlags, og enn
lengri timi myndi líða, þar til aukinnar hagkvæmni í rekstri
þjóðarbúsins tæki að gæta verulega. Hinir lielztu bagsmuna-
liópar og stjórnmálaflokkarnir yrðu því að leggja stundarhags-
muni til hliðar og veita þann stuðning, sem þessar umbætur
krefjast, um nokkurt árabil.
— Hverjir yrðu helztu þættir endurhótanna á hagkerfinu,
ef þessum skilyrðum væri fullnægt?
— í heildarumbótum á islenzka hagkerfinu ættu að felast
eftirfarandi þættir: (1) Minnkun tekjusveiflna i sjávarútvegi;
(2) Álagning „auðlindaskalts“ á sjávarútveg í stað „verðbólgu-
skaltsins“; (3) Ný stefna í gengismálum; (4) Stefnubreyting
um verðlagningu og innflutning landbúnaðarafnrða; (5) Af-
nám verðlagsákvæða; (G) Endurbætur á fyrirkomulagi kjara-
samninga og afnám vísitölubindingar; (7) Fjölgun iðnaðar-
manna og annars sérhæfðs vinnuafls; (8) Raunhæf vaxtastefna;
(9) Almennar úrbætur á skattakerfinu; og (10) Bætt fjármála-
stjórn og virkari beiting hagstjórnartækja
Lögð skal áherzla á, að liér er um að ræða samræmdar
heildarlillögur til úrbóta, sem geta því aðeins heppnazt, að
þær verði allar framkvæmdar að mestu eða öllu leyti. Að
þessu athuguðu, skal farið nokkrum orðum um hinar einstöku
ráðstafanir:
1. Tekjusveiflur í sjávarútvegi.
Þess hefur verið getið áður, að tekjusveiflur i sjávarútvegi
hafa verið einn helzti hvati verðbólgu á liðnum árum. Ef um
uppgang í sjávarútvegi er að ræða, verður verðbólguþrýstingur
í mynd aukinnar heildareftirspnrnar, en i öldudal valda gengis-
lækkanir auknum útgjöldum og kostnaðarverðbólgu. Telja má
víst, að sjávarútvegur gegni enn um sinn höfuðhlutverki i