Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 32
ÉIMREIÐIN
Þjóðhagsreikningar ben J. ( eimlregið til, að um óeðlilega mikla
fjárfestingu liafi verið að iæða i landbúnaði, miðað við arð-
semi hans i samanburði við fiðrar atvinnugreinar. Á árunum
1969 — 1971 var fjárfestir.g í landbúnaði, til dæmis 86% fjár-
festingar í sjávarútvegi, þai sem fiamlag landbúnaðar til þjóð-
artekna var aftur á móti aðein- 54% framlags sjávarútvegsins.
Ef tekið væri tillit til verðl.óiguskatlsins á sjávarútveg, þá vaui
seinni blutfallstalan vænian-ega nær 45%. Með öðrum orðum,
fjárfesting i sjávarútvegi befur verið nær tvöfalt arðbærari
en fjárfesting í landbúnaði.
Einn þáttur heildarumbóla á hagkerfinu ætti að vera lag-
færing stefnunnar í innflutnings- og verðlagningarmálum land-
búnaðarins, og hagkvæmuri leiðir ætti að fara til að tryggja
viðunandi kjör bænda. Nauðsynlegar úrbætur í landbúnaði geta
flokkast í fimm meginþætli: (i) Afnám innflutningsbanns á
landbúnaðarvörum, jafnframt innleiðslu hæfilegra verndartolla;
(ii) Bændur og samtök þeirra æltu að hafa frjálsar bendur um
verðlagningu landbúnaðai afurða; (iii) Endurmat á núverandi
stefnu í fjárfestingarmábun iandbúnaðarins; (iv) Ivilnanir við
skattlagningu, í stað óbeinnar niðurgreiðslu á fjárfestingu í
landbúnaði með óeðlilega bagkvæinum lánaskilmálum; og (v)
Framhald niðurgreiðslna á verði landbúnaðarafurða, ef þörf
er talin á, en þess sé gætt, ao nicui’greiðsluhlutfallið sé hið sama
fyrir allar helztu vörutegundir. Setja mætti á tímabundin við-
bótaraðflutningsgjöld á landbúnaðarafurðir, t.d. um þriggja
ára skeið, til þess að auðveída aðlögun landbúnaðarins að þess-
ari kerfisbreytingu.
5. Afnám verðlagsákvæða.
Verðlagsákvæði hafa lil þessa notið almenns stuðnings, sem
leið til að hemja verðbólgu á Islandi sem og í ýmsum öðrum
löndum, þrátt fyrir langa og oslilna hrakfallaslóð slíkra ákvæða.
Ef liugað er að, að verð vöm og þjónustu eru jafnframt laun
þess vinnuafls og fjármagns, sem framleitt hafa það, sem selt
er, þá má e.t.v. finna helztu ástæðuna fyrir vinsældum verð-
lagsákvæða: Menn eru fúsii að takmarka með valdboði tekjur
annarra, þó að öðru máli gegni gjarnan með þeirra eigin tekjur.
Því er það, að hverri þeirri ríkisstjórn, sem mistekizt hefur að
vinna bug á verðbólgu .neð iilhlýðilegum ráðum, er auðveldað
að skjótast undan ábyrgð; ef ollt annað bregst, þá má lýsa yfir
öflugum stuðningi við verðlagsákvæði, til að sanna a.m.k. góðan
ásetning viðkomandi rikisstjórnar. Þess er hins vegar áður getið,
að verðlagsákvæði geta ;kld ráðið niðurlögum verðbólgu, vegna
jiess, að þeim er ekli beint að orsökum hennar. Hins vegar
124