Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN
HÖSKULDUR:
(sijgur upp í nefið; vandræðalegur).
Fyrirgefið, — en þér getið ekki sagt mér liver sagði: Hafið sam-
band við Upplýsingar!
FRIÐLEIFUR:
(önugur).
Hvað! — nei, hvers vegna?
HÖSKULDUR:
(á í erfiðleikum með að koma hugsun sinni til skila).
Jú sko, mér bara datt sko bara í hug . . . Ég meina, það var jú
Cesar sem sagði: Og þú líka, sonur minn Neró!
FRIÐLEIFUR:
(góðlega vorkunnsamur).
Neeeeei Brútus!
HÖSKULDUR:
(úti á þekju).
Brútus? >
FRIÐLEIFUR:
(ánægður).
Já, þú líka, sonur minn Brútus!
HÖSKULDUR:
Var hann þá sonur Nerós?
FRIÐLEIFUR:
(með þolinmæði kennarans).
Nú misskiljið þér aðeins, — sko það var Cesar sem sagði: Þú
líka sonur minn Brútus! — þegar þeir drápu hann.
HÖSKULDUR:
(undrandi).
Hvað þá, drap Neró Brútus?
FRIÐLEIFUR:
Neineinei — það var Cesar sem sagði „sonur minn Brútus" en
ekki Neró — Neró var uppi á allt öðrum tíma og það var Brút-
us sem drap Cesar. Skiljið þér?
137