Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 55
EIMREIÐIN
um og jafnvel skólum landsins, hefur þessi þróun engin vanda-
mál í för með sér. Hún leysir einstaklinginn undan öllum kvöð-
um, og því ætti að hraða henni sem mest. Fjölskylduna ber að
leysa upp eða gera jafnréttháa annars konar sambúðarformi.
Þjóðfélagið sjálft á að sjá um börnin og móta þau að kröfum
sinum.
Sú röksemdafærsla, sem notuð er í þessu máli, einkennist af
hinni einstöku hugmynd múghyggjumanna, að skoðun þeirra
sé alltaf alls kostar rétt, ef þeir geta sannað, að andstæð skoð-
un (eins og þeir túlka hana) sé röng. Það er þreytandi að rök-
ræða við menn, sem fara með gömul sannindi eins og um spán-
nýjar hugmyndir sé að ræða. En þó skulum við gera okkur grein
fyrir því, að strangt uppeldi getur verið til ills, að örva ber
ungl fólk til að þroska sjálft sig, að samband, sem ekki felur í
sér skuldbindingar við aðra, getur verið þeim til góðs. Ekki eru
þessar staðreyndir þó til fyrirstöðu þeirri skoðun minni, að
múgbyggja, eins og hún gengur lengst, er röng.
Það er ómannúðlegt að losa ungt fólk undan ábyrgð. Sá er
aumkunarverður, sem enga útrás fær fyrir trúarþörf sína og
ekki eru gerðar fagurfræðilegar og siðferðislegar kröfur til.
Mikil hætta er á því, að hann steypist í staðlað mót, sniðið að
efnislegum og tilfinningalegum kröfum þjóðfélagsins. Sá, sem
ekki er sérstaklega vel gefinn og fær ekki nauðsynlega mótun
þeirra, sem þykir vænt um hann, týnir bráðlega hinu mann-
lega. Einstaklingsþroski hans rýrnar, og tilfinningasambandið
hverfur eða verður yfirborðslegt. Unglingurinn finnur ekki
sjálfan sig, gerir sér ekki grein fyrir andlegum þörfum sínum.
Hinni eðlilegu nauðsyn á mannlegum samskiptum verður ekki
fullnægt.
Unnt er að samræma hina andlegu fátækt félagslega og stjórn-
málalega aðhæfðu lífi. Því miður eru mörg dæmi þessi í Sví-
þjóð, að þetta hefur farið út í öfgar. Þar brýzt skortur einstak-
lingsþroska fram í hættulegum flótta frá raunveruleikanum og
í stjórnlausri leit að mannlegu sambandi, í algerri örvæntingu.
Tölur, sem sýna drykkjuskap unglinga, eiturlyfjaneyzlu, sið-
leysi, unglingaglæpi og sjálfsmorð í Svíþjóð, myndu ekki láta
spámenn múghyggjunnar í friði, ef kreddur þeirra hefði ekki
gert þá blinda og heyrnarlausa á staðreyndir.
I þjóðfélagi okkar er tilhneigingin sú, að línur milli góðs og
ills verða óskýrari, æ meiri áherzla er lögð á aðlögun manna
að samfélaginu, en manngildi og mannleg samskipti eru að
hverfa. Heilbrigðisþjónustan hefur orðið æ ómannlegri og vél-
væddari eftir breytingar síðustu ára. Samband sjúklinga og
147