Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 38
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA þótt vísbendingar séu um það að á níunda áratugnum hafi áfengisneysla imglinga í 10. bekk eitthvað dregist saman (Guðrún R. Briem 1989). Ofangreindar kannanir benda jafnframt til þess að þeir unglingar sem hefja neyslu séu yngri en fyrir 25 ár- um og þeir drekki oftar. í nýlegum könnunum hefur komið fram að unglingar hefja áfengisneyslu að jafnaði um 14 ára aldur (Ása Guðmundsdóttir 1994, Einar Gylfi Jónsson 1993). Mikilvægt er að stuðla að því að áfengisneysla unglinga hefjist seinna en nú tíðkast. Rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem einstaklingur byrjar að drekka þeim mun líklegra er að hann muni síðar meir eiga við erfiðleika að stríða vegna neysl- unnar (Einar Gylfi Jónsson 1993). Jafnframt hafa komið fram tengsl á milli áfengis- neyslu fólks og neyslu annarra vímuefna, auk andfélagslegrar hegðunar, s.s. skemmdarverka, þjófnaða og ofbeldis (Donnermeier 1992). Grunnur forvamarstarfs hvílir á því að gera sér grein fyrir áfengisneyslu unglinga á hverjum tíma, m.a. með því að kanna hlutfall þeirra sem neyta áfengis, hvenær þeir hefja neyslu og hversu mikið þeir drekka. Annar mikilvægur þáttur þess að styrkja forvamarstarf er að auka skilning okkar á skoðunum og viðhorfum unglinga til áfengisneyslu. í þessari grein eru kynntar niðurstöður rannsóknar frá árunum 1994-1995 á áfengisneyslu reykvískra unglinga, fjölda þeirra sem drekkur, og hve oft og hve mikið þeir drekka. Jafnframt eru dregnar fram þær ástæður sem liggja að baki því að þeir neyta áfengis eða ekki. Loks eru viðhorf þeirra til áfeng- isneyslu kynnt. í rannsóknum hér á landi hefur til þessa verið lögð áhersla á að athuga áfengis- neyslu unglinga í tilteknum aldurshópum í senn, t.d. 14 til 16 ára. I þessari rann- sókn er hins vegar sömu einstaklingum fylgt eftir með árs millibili og er það ný- lunda í íslenskum rannsóknum á áfengisneyslu. Slíkt rannsóknarsnið veitir mikil- vægar upplýsingar um breytingar sem verða á áfengisneyslu unglinga á tilteknu tímabili og á viðhorfum þeirra til þess að neyta áfengis. Með hliðsjón af því að unglingar hefja áfengisneyslu að jafnaði um 14 ára aldur var könnvmin fyrst lögð fyrir í 9. bekkjum og tók hún til skóla í Reykjavík vorið 1994. í byrjun árs 1995 var könnunin síðan endurtekin. Sá hópur unglinga sem ekki var byrjaður á að drekka þegar fyrri könnunin var lögð fyrir en var byrjaður við seinni fyrirlögn var athugaður sérstaklega. Áhugavert þótti að bera saman viðhorf þessa hóps til áfengisneyslu og ástæður hans í fyrra sinnið fyrir því að neyta ekki áfengis og þeirra sem enn höfðu aldrei drukkið í seinni fyrirlögn. Með því móti var leitað svara við þeirri spumingu hvort þeir sem eru u.þ.b. að hefja áfengisneyslu hafi önnur viðhorf til neyslunnar og telji aðrar ástæður mikilvægar fyrir því að drekka ekki en þeir sem ekki eru að hefja neyslu. Enn fremur var athugað hvort þessi hópur sem nýlega var byrjaður á að drekka hafði önnur viðhorf til áfengisneyslu og aðrar ástæður fyrir því að drekka en hinir sem lengur höfðu drukkið. Áfengisneysla unglinganna var jafnframt könnuð með hliðsjón af því hvort fram kæmi kynbundinn munur, stéttamunur og munur eftir fjölskyldugerðum. 36 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.