Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 15
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR
og samkeppni. Mannúðarsinnar vildu uppfylla fyrirheit bandarískrar hugmynda-
fræði um stjórn fólksins fyrir það sjálft; nú átti að nota skólana til að bæta líf ein-
staklinganna. Þetta þýddi að skólinn fékk víðtækara hlutverk en hann hafði haft og
skyldi þar nú m.a. fjallað um heilsuvernd, störf og gæði fjölskyldu- og félagslífs.
Það átti að beita kennsluaðferðum sem byggðust á rannsóknum í sálar- og félags-
vísindum og sníða kennsluna að þörfum þeirra ólíku kynþátta og stétta sem bjuggu
í bandarísku þjóðfélagi. Allir áttu að ganga í skóla. Þetta skapaði mikinn vanda og
gerði óhjákvæmilegt að breyta bæði inntaki menntunar og kennsluaðferðum
(Cremin 1962:viii-ix, sjá einnig Darling 1994:1-5). Helstu rætur framstefnunnar
lágu annars vegar í sálarfræðinni og hins vegar í verkhyggjunni. Svipaðar hug-
myndir bárust einnig vestur um haf frá Evrópu.
Um aldamótin var menntunarsálarfræðin að verða að sérstakri grein, ekki síst
fyrir atbeina Edwards Lees Thorndikes.9 Markmið hans var að þróa alhliða upp-
eldisvísindi sem byggja mætti allt skólastarf á og voru vísindalegar mælingar ríkur
þáttur í því. Thomdike byrjaði tilraunir sínar á dýrum fyrir aldamót og út frá
niðurstöðum þeirra setti hann fram sérstök námslögmál. Lögmálin miðuðust við að
tengsl áreitis og viðbragða, sem hafa þægindi og fullnægju þarfa í för með sér,
festast og eru yfirleitt endurtekin en árangurslausar svaranir falla brott. Námslög-
málið um að vera tilbúinn (law of readiness), æfingarlögmálið (law of exercise) og
árangurslögmálið (law of effect) voru kjarninn í kenningu Thomdikes. Hann var
frumkvöðull að því að nýta þekkingu úr sálarfræði við kennslu í lestri, reikningi,
skrift og móðurmáli. Hann ritaði mikið um reikningskennslu og vildi byggja upp
jákvætt viðhorf bamanna til hennar með því t.d. að fjalla um viðfangsefni hins dag-
lega lífs og raða efninu eftir þyngd (Research for tomorrow's schools 1969:96-110).
Hann vildi mæla greind barna með prófum við upphaf skólagöngu og ritaði mikið
um mælingar og próf, bæði sálfræðileg próf og skólapróf. Hann og lærisveinar hans
þróuðu fjölda mælikvarða til að kanna kunnáttu barna. Þá fjallaði hann einnig um
mikilvægi áhuga í námi almennt, námsefni, kennslufyrirkomulag og hvemig kenn-
arar gætu komið til móts við einstaklingsmun nemenda (Cremin 1962:110-115).
Sálarfræðikenningar Thorndikes voru áhrifamiklar í bandarískri kennaramenntun
um þetta leyti og raunar langt fram eftir öldinni (Thayer 1970:214) en í kringum
1920 var umræða um gildi prófa í algleymingi.
Verkhyggjusinninn William James, kennari Thorndikes, ritaði margar bækur
um sálarfræði fyrir kennara upp úr aldamótum og fyrir áhrif frá honum var farið að
leggja áherslu á það í bandarískri kennaramenntun að taka skyldi mið af þroska
barna. Hann boðaði heildarsýn á barnið, líf þess og starf. James taldi sálarfræðina
vísindagrein en kennslu list og fjallaði mikið um hvernig kennarar gætu tengt það
sem nema skyldi reynslu bama. Áhuga barnanna taldi hann aflvaka allra framfara í
námi (Research for Tomorrow's Schools 1969:45-46).
9 Grein eftir Thomdike, „Gáfnapróf", birtist í Mmntamálum 1926, líklega í þýðingu ritstjórans, Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, þáverandi fræðslumálastjóra.
13