Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 102
RÁÐGJÖF Í SKÓLUM _________________________________________________
SAMSTARF, TENGSL OG SKÖRUN
Samstarf ráðgefandi fagaðila innan skóla er einn þáttur árangursríks skólastarfs.
Því betur sem fagaðilar eru meðvitaðir um störf sín og annarra, því faglegra má
ætla að starfið verði. Til þess að fyrirbyggja árekstra meðal starfsfólks skólartna er
nauðsynlegt að fjalla um nýjar starfsstéttir innan skólans, markmið þeirra og leiðir.
Sjá má skörun á starfssviði námsráðgjafa og sérkennsluráðgjafa á eftirfarandi mynd.
Mikilvægt er að námsráðgjafi og sérkennari hafi tækifæri til þess að kynnast
vinnuaðferðum hvor annars. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir að ráðgjafarferlið er
háð menntun og hæfni, svo og þeim markmiðum sem hver og einn setur sér í starfi.
Ráðgjafar, sem starfa í sama skóla, þurfa að skapa sér sameiginlegan starfsgrund-
völl sem auðveldar þeim að þekkja veikleika og styrkleika sinn í starfi.
Samstarf námsráðgjafa og sérkennara tekur mið af þeirri ráðgjöf sem nemendur
þurfa á að halda og því skólastigi sem þeir starfa á. Þar kemur til stefna skólans í
málefnum nemenda með sérþarfir svo og uppbygging aðstoðarkerfis skólans. Sér-
kennari og námsráðgjafi þurfa að geta vísað hvor á annan og jafnframt veitt hvor
öðrum faglegan stuðning.
Hér er fjallað um samstarf námsráðgjafa og sérkennara, tengsl og skörun
námsráðgjafar og sérkennslu í þeim tilgangi að skýra hvernig tvær ráðgefandi
starfsstéttir geta veitt hvor annarri faglegan stuðning hvor á sínu sviði. Sérkennari
getur t.d. veitt námsráðgjafa faglegar upplýsingar um eðli námserfiðleika og fötl-
unar. Námsráðgjafi getur hins vegar veitt sérkennara leiðsögn í meðferð persónu-
legra vandamála sem snerta nám og líðan nemenda.
í lögum og reglugerðum um grunn- og framhaldsskóla eru mismunandi
áherslur tilgreindar í starfi námsráðgjafa og sérkennara eftir skólastigum. Það er t.d.
áberandi hversu vel afmarkað hlutverk námsráðgjafa er á framhaldsskólastigi, en
mjög lítt afmarkað í t.d. grunnskólalögunum frá 1991 (nr. 49/1991). Nýsamþykkt
grunnskólalög (nr. 66/1995) bera þess merki að vera gerð með flutning grunn-
skólanna til sveitarfélaganna í huga. Þar segir í áttunda kafla laganna um sérfræði-
þjónustu, að sveitarfélögum sé skylt að sjá skólum fyrir kennsluráðgjöf, námsráð-
gjöf og sálfræðiráðgjöf. Ljóst er að þáttur sveitarfélaga í mótun mennta- og ráð-
gjafarstefnu grunnskóla mun hafa áhrif á samstarf þeirra sem sinna þessum störf-
um í framtíðinni.
Með tilkomu námsráðgjafa í framhaldsskólum landsins urðu námsvandamál
nemenda augljósari og kölluðu á meiri þjónustu. Samkvæmt skýrslu um sér-
J
100