Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 71
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR
voru aftur á móti í efsta sæti í lestri fræðsluefnis og örfáum stigum lægri en efstu
lönd í lestri sögutexta. Á hinn bóginn voru íslendingar fyrir neðan meðallag í lestri
mynda og taflna, þ.m.t. línurit og kort (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993). Niðurstöður
mínar sýndu að aðeins 17% svarenda voru í störfum sem reyndu á kunnáttu í að
útbúa línurit og lesa úr þeim.
Hjá þeim einstaklingum sem ekki lásu, skrifuðu eða reiknuðu í starfi sínu voru
skoðaðar einkunnir í íslensku og reikningi á samræmdum prófum í 9. (nú 10.) bekk.
Þær bentu ekki til þess að skortur á fæmi í þessum greinum hefði átt að hindra þá í
að lesa, skrifa eða reikna í vinnunni. Þeir sem aldrei þurftu að lesa þar höfðu fengið
meðaleinkunnina 5,2 í íslensku en heildarúrtakið hafði fengið 5,5. Þeir sem aldrei
þurftu að skrifa á vinnstað höfðu fengið 4,8 í íslensku. Loks höfðu þeir sem aldrei
þurftu að reikna í starfi fengið 5,2 í meðaleinkunn í stærðfræði en heildarúrtakið
fékk 5,8.
Athyglisvert var að hópurinn sem hafði lent í vandræðum með eða forðaðist
reikning hafði aðeins fengið 0,5 undir meðallagi alls úrtaksins í einkunn í stærð-
fræði á grunnskólaprófi (eða 5,3).
Lestur, ritun og stærðfræði eru námsgreinar sem mikil áhersla er lögð á í
skólum. Samkvæmt þessum niðurstöðum skiptir færni í þessum greinum máli í
yfirgnæfandi meirihluta starfa. Sama á við um tjáningu, en ekki er eins vel ljóst
hvernig þjálfun í þeirri grein er háttað í skólum.
Frumkvæði og ákvarðanataka
Því hefur verið haldið fram að í náinni framtíð þurfi nánast allir starfsmenn að geta
tekið ákvarðanir um framleiðslu, þjónustu og sölu þegar þörf krefur (SCANS 1992,
Commission on the Skills of the American Workforce 1990). Einnig eigi þeir að geta
tekið frumkvæði og leyst vandamál sem upp koma (Camevale o.fl. 1988, Reich
1991). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að þeir ungu starfsmenn sem þátt
tóku í henni séu hugmyndaríkir og hafi nokkra ábyrgð á vinnustað: Um 67% höfðu
komið með nýjar hugmyndir til að bæta vinnuaðstæður starfsmanna, yfir helming-
ur taldi sig hafa bryddað upp á nýjum hugmyndum til að bæta þjónustu (fremur
þeir meira menntuðu) og um 37% hafði fengið nýjar hugmyndir til að auka fram-
leiðslu. Athyglisvert er að yfir 78% höfðu bryddað upp á nýjungum til að spara
tíma og gera verk einfaldari. Ekki er vitað hvort þessum hugmyndum var hrundið í
framkvæmd. Um 22% svarenda sögðust aldrei þurfa að finna nýjar leiðir til að gera
hlutina eða leysa vandamál í vinnunni, voru brottfallsnemendur og fólk með
stúdentspróf fjölmennast í þeim hópi.
Þegar viðmælendur voru spurðir hvort þeir þyrftu stundum að gera eitthvað í
starfi sem þeir réðu illa við, nefndu 65% að þeir gætu átt í erfiðleikum með að taka
ákvarðanir.
Kannað var hvort frumkvöðlar leyndust í hópi svarenda. Athygli vekur að yfir
60% höfðu hugleitt að skapa sér starf sjálfir eða stofna eigið fyrirtæki - þar af voru
yfir 61% karlar en aðeins 38% konur. Fjölmennastir í þessum hópi voru þeir sem
voru með starfsmenntun eða háskólapróf. Um 12% svarenda höfðu látið verða af
því að skapa sér starf og voru enn í því en 34% höfðu byrjað og hætt við eða mis-
69