Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 100

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 100
RÁÐGJÖF í SKÓLUM áhrif á sjálfsmynd einstaklinga, sem endurspeglaði lífsviðhorf þeirra og gildismat, hafði áhrif á þróun kenninga um starfshæfni og persónulegan þroska einstakl- inganna á fyrri hluta tuttugustu aldar. Náms- og starfsráðgjöf byggir á kenningum um að aðstoða skuli einstaklinga í að þróa sjálfsmynd sína og afla sér virðingar í verkskiptu samfélagi nútímans, þar sem hlutverk hvers og eins sé þroskavænlegt fyrir hann sjálfan og samfélagið (Crites 1981:22). Starfsstétt námsráðgjafa er fremur ung á Islandi og er enn að mótast. I frum- varpi til laga um grunnskóla frá árinu 1973 var gert ráð fyrir skólaráðgjöfum í grunnskólum. Átti hlutverk þeirra að vera að veita leiðsögn í starfsaðferðum við nám og í náms- og starfsvali en sinna auk þess geðrænum vandamálum. Heimild til að ráða skólaráðgjafa var lögfest með grunnskólalögunum árið 1974. Lítið varð úr þessari heimild og eru námsráðgjafar í skólum á Islandi aðallega starfandi á framhaldsskólastigi, en það var í gagnfræðaskóla Garðahrepps sem fyrsti námsráð- gjafinn hóf störf 1972 (Gerður G. Óskarsdóttir 1984:39). Áherslur í starfi námsráð- gjafa mótast af menntun þeirra svo og starfsemi skólanna. Námsráðgjafar á grunn- skólastigi eru mun færri, en gera má ráð fyrir að þeim fjölgi ár frá ári með tilkomu nýlegrar námsbrautar í námsráðgjöf við Háskóla íslands. í reglugerð um framhaldsskóla (nr. 23/1991) segir m.a. að við hvem fram- haldsskóla skuli starfa námsráðgjafi sem sinni jafnt nemendum sem kennurum við skólastarfið auk þess að vera skólastjóm til ráðuneytis. Ennfremur skal námsráð- gjafi hafa samband við forráðamenn nemenda, hafa samvinnu við umsjónarkenn- ara, sérkennara, sálfræðinga og fleiri sérfræðistéttir þegar þörf krefur. Að öllu jöfnu er starf námsráðgjafa víðtækt og snertir allt skólastarf. Samkvæmt skýrslu nefndar um námsráðgjöf og starfsfræðslu, sem unnin var á vegum menntamálaráðuneytis, er hlutverk námsráðgjafa m.a. að sinna fyrirbyggj- andi störfum og veita skólastjómendum og kennurum ráðgjöf varðandi nám nem- enda. Einnig er þeim ætlað að vísa nemendum og foreldrum þeirra á aðra sér- fræðiþjónustu, t.d. sérkennara og sálfræðinga. Námsráðgjafi er bundinn þagnar- skyldu gagnvart nemendum sem er ein forsenda þess að hann geti aðstoðað nem- endur við að leysa úr persónulegum vandamálum. Námsráðgjafi þarf einnig að hafa með höndum upplýsingasöfnun á efni sem tengist náms- og starfsfræðslu, styðja við bakið á þeirri fræðslu og stuðla að því að hún eflist. Hann þarf að fylgjast með námi nemenda, aðstoða þá sem þurfa og veita þeim leiðsögn í að efla sjálfs- mynd sína og að setja sér markmið með námi sínu. Námsráðgjöf á ekki að vera hluti af stjómun skóla og hún er fyrir alla nemendur (Námsráðgjöf og starfsfræðsla 1991). Hlutverk námsráðgjafa er umfangsmikið og er enn á byrjunarstigi, sérstaklega í grunnskólum, og þess vegna er ekki víst að allir námsráðgjafar hafi aðstæður til að sinna hlutverki sínu eins og skyldi. í framhaldsskólum er námsráðgjöf orðin al- menn og þar sem ekki eru einnig sérkennarar hafa námsráðgjafar átt sinn þátt í að aðstoða nemendur með námserfiðleika. Að mati námsráðgjafa í framhaldsskólum er þörf fyrir sérkennslu á framhaldsskólastigi mjög mikil eins og síðar verður greint frá. 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.