Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 25
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR
Aðrar kennslugreinar
Eins og áður er getið hafði Steingrímur samið eina reikningsbók ásamt Jörundi
Brynjólfssyni áður en hann fór utan. Bókin kom út í fjórðu útgáfu 1928 og þeirri
fimmtu 1938 og var þá Steingrímur einn talinn höfundur. Þessi bók var ein af
löggiltum kennslubókum fyrir barnaskóla 1929. Jónas B. Jónsson segir í handriti um
reikningskennslu að niðurröðun verkefna hafi verið svipuð í flestum íslenskum
reikningsbókum þangað til Steingrímur kom frá námi. Steingrímur mun hafa
kyrlnst þeim umfangsmiklu Winnetka-athugunum22 sem gerðar voru á reikn-
ingskennslu í barnaskólum í Bandaríkjunum og leiddu til þess að reikningsað-
ferðum var eftir það raðað eftir þyngd en ekki kerfi, en þá nýjung hafði Thomdike
boðað áður. Steingrímur breytti því bók þeirra Jörundar. Jónas telur að sú bók hafi
aldrei orðið vinsæl hjá kennurum. Það hafi bæði stafað af því að þeir höfðu ekki
fengið neinar kennslufræðilegar leiðbeiningar í námi sínu og engar kennsluleið-
beiningar fylgdu bókinni. Steingrímur fylgdi aðferð sinni ekki fast eftir, líklega
vegna þess að reikningur lá ekki eins vel fyrir honum og lesturinn (viðtal Jónas B.
Jónsson 1995). Hinar langlífu reikningsbækur Elíasar Bjarnasonar voru hins vegar
byggðar upp með gamla laginu og það var ekki fyrr en löngu síðar að horfið var
aftur til aðferða Steingríms.
Landafræði fyrir börn og unglinga gaf Steingrímur út árið 1924 og var hún löggilt
1929. Höfundur gerir grein fyrir bókinni í eftirmála og athugasemdum og segir þar
í upphafi: „Undirstaða landafræði-náms á hvorki að vera bók nje kort, heldur eigin
reynsla og skoðun" (bls. 204). Hann reynir að flétta fræðiatriði saman og fá sam-
fellda hugsun í hvern kafla. Til að skapa tilbreytingu notar hann ferðasögustíl og
samanburð og stundum spurningar til að „vekja áhuga og löngun eftir svari". Nöfn
eru fá og er landakorti ætlað að bæta úr því. Hann vill láta börnin keppa um að
kanna lönd á korti og segir þau vel geta dregið ályktanir af landslagi og hnattstöðu
um veðurfar, jurta- og dýralíf, atvinnu o.fl. Það reyni á hugsun og sjálfstæði og sé
skemmtilegt. Eiríkur Stefánsson (1987:34) minnist Landafræði Steingríms sem nokk-
uð góðrar bókar er hann rifjar upp þær námsbækur sem hann studdist við í far-
skólakennslu um 1930. Það hafi verið brosað að sumum upptalningum hans um
hæstu fjöll og lengstu ár en „börnin höfðu gaman af þessu".
Jónas B. Jónsson (viðtal 1992) segir að Steingrímur hafi verið með spumingar og
verkefni í kennslu sinni í Kennaraskólanum en ekki látið nemenduma vinna með
myndir, línurit og gröf eða segja frá verkefnum sem þeir unnu. Þeirri aðferð
kynntist Jónas (og raunar fleiri) síðar í Svíþjóð. Á árunum upp úr 1930 ræddu kenn-
arar mikið um nauðsyn þess að taka upp lífrænni starfshætti (Pálmi Jósefsson 1982
[handrit]). Mikill hljómgrunnur var fyrir slíkum aðferðum víða í Evrópu og komu
áhrifin þaðan.
Á stofnþingi Sambands íslenskra bamakennara (SÍB) árið 1921 lagði Steingrím-
ur til að kennarar semdu átthagafræði saman, hver um sitt hérað. Um þetta ritaði
22 Steingrímur hefur líklega kynnst Winnetka-starfseminni í ferð sinni 1926-1927. Hann birti grein um hóp-
kennslu eða einstaklingskennslu í Eimráðinni 1943 þar sem hann lýsir Winnetka- og Daltonáætlunum. Sigurð-
ur Thorlacius ritaði grein um Winnetka í Skinfaxa 1932.
23