Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 25

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 25
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR Aðrar kennslugreinar Eins og áður er getið hafði Steingrímur samið eina reikningsbók ásamt Jörundi Brynjólfssyni áður en hann fór utan. Bókin kom út í fjórðu útgáfu 1928 og þeirri fimmtu 1938 og var þá Steingrímur einn talinn höfundur. Þessi bók var ein af löggiltum kennslubókum fyrir barnaskóla 1929. Jónas B. Jónsson segir í handriti um reikningskennslu að niðurröðun verkefna hafi verið svipuð í flestum íslenskum reikningsbókum þangað til Steingrímur kom frá námi. Steingrímur mun hafa kyrlnst þeim umfangsmiklu Winnetka-athugunum22 sem gerðar voru á reikn- ingskennslu í barnaskólum í Bandaríkjunum og leiddu til þess að reikningsað- ferðum var eftir það raðað eftir þyngd en ekki kerfi, en þá nýjung hafði Thomdike boðað áður. Steingrímur breytti því bók þeirra Jörundar. Jónas telur að sú bók hafi aldrei orðið vinsæl hjá kennurum. Það hafi bæði stafað af því að þeir höfðu ekki fengið neinar kennslufræðilegar leiðbeiningar í námi sínu og engar kennsluleið- beiningar fylgdu bókinni. Steingrímur fylgdi aðferð sinni ekki fast eftir, líklega vegna þess að reikningur lá ekki eins vel fyrir honum og lesturinn (viðtal Jónas B. Jónsson 1995). Hinar langlífu reikningsbækur Elíasar Bjarnasonar voru hins vegar byggðar upp með gamla laginu og það var ekki fyrr en löngu síðar að horfið var aftur til aðferða Steingríms. Landafræði fyrir börn og unglinga gaf Steingrímur út árið 1924 og var hún löggilt 1929. Höfundur gerir grein fyrir bókinni í eftirmála og athugasemdum og segir þar í upphafi: „Undirstaða landafræði-náms á hvorki að vera bók nje kort, heldur eigin reynsla og skoðun" (bls. 204). Hann reynir að flétta fræðiatriði saman og fá sam- fellda hugsun í hvern kafla. Til að skapa tilbreytingu notar hann ferðasögustíl og samanburð og stundum spurningar til að „vekja áhuga og löngun eftir svari". Nöfn eru fá og er landakorti ætlað að bæta úr því. Hann vill láta börnin keppa um að kanna lönd á korti og segir þau vel geta dregið ályktanir af landslagi og hnattstöðu um veðurfar, jurta- og dýralíf, atvinnu o.fl. Það reyni á hugsun og sjálfstæði og sé skemmtilegt. Eiríkur Stefánsson (1987:34) minnist Landafræði Steingríms sem nokk- uð góðrar bókar er hann rifjar upp þær námsbækur sem hann studdist við í far- skólakennslu um 1930. Það hafi verið brosað að sumum upptalningum hans um hæstu fjöll og lengstu ár en „börnin höfðu gaman af þessu". Jónas B. Jónsson (viðtal 1992) segir að Steingrímur hafi verið með spumingar og verkefni í kennslu sinni í Kennaraskólanum en ekki látið nemenduma vinna með myndir, línurit og gröf eða segja frá verkefnum sem þeir unnu. Þeirri aðferð kynntist Jónas (og raunar fleiri) síðar í Svíþjóð. Á árunum upp úr 1930 ræddu kenn- arar mikið um nauðsyn þess að taka upp lífrænni starfshætti (Pálmi Jósefsson 1982 [handrit]). Mikill hljómgrunnur var fyrir slíkum aðferðum víða í Evrópu og komu áhrifin þaðan. Á stofnþingi Sambands íslenskra bamakennara (SÍB) árið 1921 lagði Steingrím- ur til að kennarar semdu átthagafræði saman, hver um sitt hérað. Um þetta ritaði 22 Steingrímur hefur líklega kynnst Winnetka-starfseminni í ferð sinni 1926-1927. Hann birti grein um hóp- kennslu eða einstaklingskennslu í Eimráðinni 1943 þar sem hann lýsir Winnetka- og Daltonáætlunum. Sigurð- ur Thorlacius ritaði grein um Winnetka í Skinfaxa 1932. 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.