Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 62
BREYTT ATVINNULÍF OG FÆRNI STARFSMANNA eiga sér stað á efnahagskerfi og atvinnulífi heimsins og áhrif þeirra á skipulag starfa. Síðan er greint frá fyrrgreindri rannsókn sem beindist að því að skoða að hve miklu leyti reyndi á ákveðna almenna færniþætti í starfi ungs fólks sem var að hasla sér völl í atvinnulífinu og hvort menntun skipti máli í þeim efnum. Starfsmenntun í skóla í markmiðsgreinum bæði grunnskóla- og framhaldsskólalaga er talað um að skólinn skuli m.a. búa nemendur undir störf í samfélaginu. Ef ætlunin er að stuðla að þessu er mikilvægt fyrir skipuleggjendur skólastarfs að þekkja vel til nútíma þjóðfélags, þar með talið atvinnulífsins, og reyna að gera sér grein fyrir þróun þess á næstu 10-15 árum. Skólamenn þurfa helst að hafa einhverja hugmynd um hvað muni bíða nemenda þegar þeir yfirgefa skólann að nokkrum árum liðnum og fara að hasla sér völl á vinnumarkaði. Aðeins um þriðjungur hvers árgangs hér á landi býr sig undir ákveðirm starfsvettvang í skóla, annaðhvort á framhaldsskóla- eða háskólastigi. Um 20-25% af árgangi fara til starfa með stúdentspróf að baki, þ.e. án þess að halda áfram námi á næsta skólastigi í beinu framhaldi af stúdentsnáminu. Gera má ráð fyrir að um þriðjungur hvers árgangs fari út á vinnumarkaðinn með eitthvert framhaldsnám en þó án námsloka og loks fara um 10% af hverjum árgangi beint úr grunnskóla út í atvinnulífið (sjá Töflu 1 á bls. 65). Þannig eru það um 2/3 hlutar hvers árgangs sem hefja störf á vinnumarkaðnum að skólagöngu lokinni án þess að hafa sérmenntun á ákveðnu starfssviði. Engu að síður getur sú almenna menntun sem þessi hópur hefur hlotið nýst vel úti í atvinnulífinu. Niðurstöður rannsóknar benda þó til að þessi hópur búi við verri kjör í starfi en þeir sem lokið hafa starfsmenntun í framhaldskóla eða háskólanámi (Gerður G. Óskarsdóttir 1994a, 1995a). Hér á landi hefur um áratuga skeið verið talað um að auka starfs- menntun, einkum á framhaldsskólastigi. Ætli menn að vinna að því að koma á fót nýjum starfsmenntabrautum ætti að sníða þær að þessum nemendum. Því má þó ekki gleyma að hluti þess hóps sem hefur ekki sérmenntun að baki hefur aflað sér töluverðrar almennrar menntunar, t.d. með því að ljúka stúdentsprófi eða hluta af því, sem ætla má að nýtist í starfi. Sumar þjóðir, t.d. Japanar, ætla skólakerfinu að sjá um almenna menntun en atvinnulífinu um starfsmenntun (Monbusho 1990). Aðrir, t.d. Þjóðverjar, hafa byggt upp öflugt starfsmenntunarkerfi þar sem um 70% af hverjum árgangi öðlast starfs- menntun í skóla og í samningsbundnu verklegu námi eða ganga í fagskóla. Rúm- lega 30% ljúka stúdentsprófi og fara síðan í háskóla eða samningsbundið nám (Bundesministerium fúr Bildung und Wissenschaft 1993/94). Þannig ljúka nánast allir einhverju sémámi í Þýskalandi. Hver sem framvindan verður hér á landi er engu að síður mikilvægt að náms- framboð taki mið af þróun atvinnulífsins, einkum í þá átt sem fyrirsjáanlegt er að hún stefni í nánustu framtíð. íslensk fyrirtæki eru lítil, því er þess vart að vænta að þau taki að sér starfsmenntunina eins og gerist meðal stærri þjóða, s.s. Japana. Fremur má búast við að starfsmenntunin verði áfram í höndum skóla í samstafi við aðila í atvinnulífinu. En mörgum spumingum er enn ósvarað, s.s. hvort stefnt sé að því hér á landi að mennta meginhluta vinnuaflsins eða aðeins hluta þess, hver 60 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.