Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 101
________________________________________________ HELGA MAGNEA STEINSSON
SÉRKENNSLA OG SÉRKENNSLURÁÐGJÖF
Sérkennsla og sérkennsluráðgjöf hefur ekki verið almenn á framhaldsskólastigi
hingað til, en með breyttum áherslum í framhaldsnámi og kröfum um að fram-
haldsskólinn verði fyrir alla er þörf á að störf sérkennara eflist á framhalds-
skólastigi. í reglugerð um framhaldsskóla (nr. 23/1991) er m.a. talað um þörf fyrir
sérkennara í samræmi við þarfir skólans. Þar er talað um umsjón sérkennara með
ákveðnum námsbrautum, aðstoð við skólastjórnendur í gerð áætlana og kennslu
nemenda með sérþarfir. Starf sérkennarans á sér mun lengri sögu á grunnskólastigi
en starf námsráðgjafa, en athygli vekur að í reglugerð um sérkennslu (nr. 98/1990)
er lítið sem ekkert minnst á sérkennsluráðgjöf.
I niðurstöðum starfshóps Öskjuhlíðarskóla vegna þróunarverkefnis skólans
kemur fram að ráðgjöf er vaxandi þáttur í starfi sérkennara (Jóhanna Kristjánsdóttir
o.fl. 1991:43). Þar tengist ráðgjöfin sérkennslu og er hún veitt þeim sem hafa með
höndum kennslu eða uppeldi „barna með sérþarfir". Þar sem markmið ráðgjafar-
innar felast í því að auka líkurnar á árangursríku námi og starfi verður sá er veitir
ráðgjöfina að vera sérkennari með haldgóða reynslu, auk þekkingar á ráðgjafar-
kenningum. Ráðgjöfin er kennslu- og uppeldisfræðileg og byggir á þekkingu sér-
kennarans almennt á kennslu eða á afmörkuðu sérsviði kennslunnar. Ráðgjöfina
má flokka á þennan hátt:
a) teymisráðgjöf (kennari og fagaðilar (sérkennari, sálfræðingur))
b) námskrárráðgjöf
c) ráðgjöf sem miðar að lausn vandamála, t.d. kennara eða nemenda.
Sú síðastnefnda er talin ný á sviði kennsluráðgjafar. Segja má að hugtakið kennslu-
ráðgjöf (consultation) eigi vel við þegar rætt er um sérkennsluráðgjöf, þar sem um
er að ræða ráðgjöf á grundvelli starfs en ekki á grundvelli persónulegra viðmiða
(Jóhanna Kristjánsdóttir o.fl. 1991:20).
Sérkennari hefur hingað til verið sá kennari sem annast kennslu nemenda með
sérþarfir. Undanfarið hefur aukin áhersla verið lögð á ráðgjafarþátt starfsins sem
felst m.a. í því að hafa áhrif á nám og kennslu nemenda með faglegri ráðgjöf. Með
faglegri ráðgjöf er átt við að þjálfa og bæta hæfni kennara til þess að skipuleggja
áætlanir innan bekkjarins með það að markmiði að auðvelda nemendum með
sérþarfir að takast á við skólastarfið (Tindal og Taylor-Pentergast 1989:16). Ráðgjöf
felst m.a. í að kennari sækist eftir faglegri aðstoð við lausn vandamáls. Sá sem að-
stoðina veitir þarf að vera tilbúinn að takast á við faglegt og uppbyggilegt samstarf
sem getur verið fólgið í vinnu með nemendur með námserfiðleika og hegðunar-
vandamál í almennum bekkjum. Bæði Ogden (1990:191) og Conoley og Conoley
(1988) tala um samstarfsráðgjöf á milli tveggja fagaðila sem mikilvægt ráðgjafar-
form sérkennsluráðgjafa (Jóhanna Kristjánsdóttir o.fl. 1991:20, 31).
Ráðgjöf í starfi námsráðgjafa og sérkennara getur hæglega skarast þar sem
hlutverk þeirra beggja er að veita kennurum og nemendum leiðsögn í kennslu og
námi. Ekki er aðeins um samstarf ráðgefandi aðila að ræða heldur einnig samstarf
ráðgjafa og kennara.
99