Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 16

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 16
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR Dewey og verkhyggjan John Dewey vildi láta heimspekina fjalla um mannlegan vanda í ótryggri og breytilegri veröld. Þær hugmyndir einar taldi hann gildar sem dygðu til þess að leysa þann vanda því grundvallarmarkmið menntunar væri að móta framsækið fólk sem væri fært um að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Auk þess áleit hann að eitthvert gildismat byggi að baki allri hugsun. Barnið sjálft var í brennidepli hjá Dewey en fyrir honum er það gerandi í glímunni við umhverfi sitt, náttúrlegt eða félagslegt, sem það verður samt fyrir áhrifum af. í þeirri glímu þroskast bamið. Þroski (growth) er eitt meginhugtaka í ritum hans um uppeldisfræði og hann taldi þróun samfélagsins háða þroska- möguleikum einstaklingsins. Hann taldi börnum eðlislægt að prófa sig áfram í lífinu og nám færi fram í athöfninni. Áhugi og hæfileikar vísa þeim leið til þess að fullnægja þörfum sínum. Án innsýnar í sálræn ferli og athafnir barna, áhugasvið þeirra, venjur og getu verður öll kennsla tilviljun háð. Uppeldi og kennsla verður að miðast við aðstæður hvers einstaks barns. Þroski er markmið menntunar í þeim skilningi að barnið (maðurinn) auki sífellt getu sína til að læra af reynslunni og takast á við framtíðina. Skólinn var að mati Deweys mikilvæg, félagsleg stofnun þar sem menntun fer fram og þar átti að bjóða upp á viðfangsefni sem væru eins raunveruleg og lík þeim sem barnið kynntist utan skólans og mögulegt væri. Barnið varð að geta samhæft reynslu sína á heimili, í félagslífi og starfi í eina merkingarbæra heild. Menntun er einstaklingsbundin að því leyti að hver og einn mótast á einstakan hátt en félagsleg að því leyti að í félagshópnum mótast menn fyrir samfélagsleg áhrif. Félagslegar framfarir eru komnar undir góðri menntun. Menntxm gerir það mögulegt að þróa samfélag í þá átt sem óskað er eftir. Skólirtn er því áhrifaríkasta tækið til að vinna að félagslegum framförum. Hann undirbýr börn ekki fyrir lífið heldur er hann hluti af lífinu. Til þess að skólauppeldið bæri þann árangur sem að var stefnt lagði Dewey og aðrir verkhyggjusinnar höfuðáherslu á aðferðirnar en þær voru órjúfanlega tengdar efnisinntakinu. Harm trúði því að órofa tengsl væru á milli tilgangs og meðala. Kennsluaðferðir skyldu vera fjölbreyttar og sveigjanlegar og allt skólaumhverfið hvetjandi. Til þess að styðja sjálfsprottinn áhuga barna þurfti hver og einn að fá verkefni við sitt hæfi. Kennsla var list. Dewey var eindregið mótfallinn því að kenna aðskildar námsgreinar en hann vildi láta kenna það sem væri hagnýtt fyrir vaxandi iðnaðarþjóðfélag. Það sem honum þótti hagnýtast var að börnin gætu leyst bæði verkleg og fræðileg viðfangsefni. Vilji til samvinnu, verklagni og önnur hagnýt vitneskja, t.d. um iðnað og þjóðfélagsskipan, voru grundvallaratriði en undirstaða alls þessa var þó reynsla bamsins og lögmálið „leaming by doing" eða að læra í athöfninni. Góður kennari var sá sem leitaðist við að sameina hug og líkama nemandans, að hugsa og aðhafast (Dewey 1916 og 1994; Ozmon og Craver 1981; Ross 1942). 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.