Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 24
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR
góðar skriftarvenjur frá byrjun. Leiðbeiningar hans miðuðust við hreyfingu, hraða
og stafalögun. Börn áttu að skrifa í öllum námsgreinum en jafnframt þurfti að gera
strangar kröfur um vandvirkni án þess þó að heimta fullkomin listaverk af byrjend-
um. Og nauðsynlegt þótti Steingrími að taka sýnishorn af skriftinni mánaðarlega til
þess að hægt væri að athuga framfarir barnanna.
éf
éf éféféf éféf
ifff— ff (f
Sýnishorn úr Litlu skrifbókinni
í Kennaraskólanum kenndi Steingrímur þessa skrift en flestum ber saman um að
hún hafi ekki hlotið neina útbreiðslu. í skýrslu landsprófsdómara 193720 segir svo:
„Ahrif frá stíl Litlu skrifbókarinnar komu fram á nokkrum stöðum, en þó óvíðar en
ætla mætti, þar sem sá stíll er lagður til grundvallar í kennaraskólanum. Höfðu
börnin hvergi náð þeirri lipurð, sem er eitt höfuðeinkenni hans, og virðist það stafa
af því, að reynt hafi verið að stæla hann með fingrahreyfingum, en að nemendur
hafi ekki náð tökum á armhreyfingum þeim, sem stíll þessi byggist á" (Landspróf
vorið 1937 1939:36). Jónas B. Jónsson (viðtal 1992) telur að skrift Steingríms hafi haft
mikil áhrif á sína persónulegu rithönd, einkum eftir því sem lengra leið, en hann
hafi ekki kennt þessa skrift þegar hann fór að kenna. Það var bæði vegna þess að
hann taldi sig ekki hafa náð nógu góðu valdi á henni eftir eins vetrar nám í Kenn-
araskólanum og einnig vegna þess að í Laugarnesskólanum var kennd svokölluð
ensk skrift.21 Bæði Eiríkur Stefánsson (viðtal 1992) og Björgvin Jósteinsson (viðtal
1992) telja að engir aðrir en Steingrímur hafi kennt þessa aðferð þó að hann færði
góð rök fyrir henni. Skrift sú sem Guðmundur I. Guðjónsson kom með frá Norð-
urlöndum og kenndi sjálfur varð síðan ofan á.
20 Öll 10-14 ára börn í landinu voru prófuð.
21 Jónas lauk prófi vorið 1934, kenndi eitt ár í Húnavatnssýslu en hóf kennslu hjá Jóni Sigurðssyni við Laugarnes-
skólann haustið 1935. Jón notaði ensku skriftina.
22