Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 58
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA
komið að ástæður þeirra voru hvorki eins mikilvægar og þegar þeir voru 14 ára né
eins mikilvægar og þeirra 14 ára unglinga árið áður sem voru að hefja áfengis-
neyslu.
Viðhorf unglinga til þess að drekka í hófi var jákvætt en neikvætt til mikillar
neyslu. Þótt ekki kæmi fram mikil viðhorfabreyting á milli ára til áhættu sem fólk
tekur með því að neyta áfengis, mátti þó greina að við 15 ára aldur töldu fleiri
þeirra en árið áður fólk ekki taka áhættu með því að prófa að drekka. Jafnframt
töldu færri þeirra fólk taka mikla áhættu með því að verða drukkið einu sinni í
viku. Loks kom fram greinilegur munur á viðhorfum unglinga til þess að fólk
drekki eftir áfengisneyslu þeirra sjálfra. Þeir sem drukku höfðu jákvæðasta
viðhorfið, þá þeir sem voru um það bil að fara að drekka og neikvæðastir í afstöðu
sinni voru þeir sem ekki drukku. Aftur á móti kom ekki fram munur á viðhorfum
þeirra sem voru nýbyrjaðir að drekka og þeirra sem höfðu drukkið lengur.
í ljósi þess hve margleitur unglingahópurinn er með tilliti til áfengisneyslu,
ástæðna sem liggja að baki henni og viðhorfa til hennar, er mikilvægt í athugunum
á forvamarstarfi að kanna sérstaklega ólíkar leiðir við að vinna með mismunandi
hópum unglinga.
Næstu skref í þessari rannsókn verða að athuga hvemig ýmsir persónubundnir
og sálfræðilegir þættir (t.d. skapgerð og sjálfsmynd) og félags- og menningarlegir
þættir (fjölskylda, vinir, skóli og samfélag) tengjast áfengisneyslu unglinga. Slík
grunnrannsókn er mikilvægur undanfari hagnýtra rannsókna.
Heimildir
Ása Guðmundsdóttir. 1993. Hvemig drekka íslendingar? Hörður Þorgilsson og
Jakob Smári (ritstj.): Sálfræðibókin, bls. 655-660. Reykjavík, Mál og menning.
Ása Guðmundsdóttir. 1994. Áhrif bjórsins á áfengisneyslu íslenskra unglinga. Áhrif
1:10-12.
Brynjólfur G. Brynjólfsson. 1983. Alkoholforbrug hos 14-árige unge i Reykjavik - set i
relation tilfamilie og socialisering. Árhus, Árhus Universitet, Psykologisk Institut.
Donnermeier, J. F. 1992. The use of alcohol, marijuana and hard drug use by rural
adolescent: A review of recent research. Drugs and society 7 (1—2):31—75.
Einar Gylfi Jónsson. 1993. Vímuefnaneysla unglinga. Hörður Þorgilsson og Jakob
Smári (ritstj.), Sálfræðibókin (bls. 661-670). Reykjavík, Mál og menning.
Guðrún R. Briem. 1981. En enkátundersökning - om alkoholvanor bland islandsk skol-
ungdom 1980 - om förandringer i alkoholvanor bland islandsk skolungdom under 1970
talet. Linköping, Linköping Universitet. [Ópr. ritgerð.]
Guðrún R. Briem. 1987. Könnun á notkun áfengis, tóbaks, ávana- og fíkniefna 15-20 ára
skólanemenda í marsmánuði 1986. Reykjavík, Landlæknisembættið. [Skýrsla.]
Guðrún R. Briem. 1989. Samantekt á könnun Landlæknisembættisins í febrúar 1989.
Reykjavík, Landlæknisembættið. [Skýrsla.]
56