Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 11

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 11
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR UM KENNSLU OG SKÓLASTARF Uppruni og afdrif í grein pessari er fjallað um hugmyndir Steingríms Arasonar um kennslu og skólastarf og tengsl þeirra við kenningar og stefnumörkun í skólamálum í Bandaríkjum Norður-Ameríku á námsárum hans þar vestra (1915-1920). í Ijósi aðstæðna í íslenskum skólum um og eftir 1920 er gerð grein fyrir þeim nýjungum í kennslubókagerð, kennsluháttum og prófafyrir- komulagi sem hann beitti sérfyrir og lítillega fjallað um hvernig þeim var tekið. Vorið 1915 sagði 36 ára gamall íslenskur kennari lausri stöðu sinni við Barnaskóla Reykjavíkur og hélt vestur til Bandaríkjanna til framhaldsnáms í uppeldis- og menntunarfræðum við háskóla, fyrstur íslendinga. Þetta var Steingrímur Arason, síðar kennari við Kennaraskóla Islands. Fyrrum kennari hans við kennaradeildina í Flensborgarskóla, Ögmundur Sigurðsson, hafði þó áður verið vetrarlangt í kenn- araskóla í Chicago 1890-1891.1 Að öðru leyti höfðu bandarískar hugmyndir um uppeldi og kennslu varla borist til Islands. Um 1920 var Steingrímur án efa lærðasti maður á íslandi í því er kennslu- og uppeldismál varðar. Hann lét enda mikið til sín taka á þeim vettvangi og gegnir furðu hve miklu hann kom í verk fyrstu árin eftir að hann kom heim frá námi. Velferð ungra barna átti fremur öllu öðru hug hans og hann beitti sér bæði í starfi og tómstundum fyrir bættum uppeldisskilyrðum þeirra. í tvo áratugi var hann fyrirmynd kennaraefna sem æfingakennari við Kennaraskólann og beitti sér af alefli fyrir umbótum á sviði kennslubókaútgáfu og kennsluhátta. Auk þess hafði hann varanleg áhrif á að skrifleg og samræmd próf yrðu tekin upp og að raðað yrði í bekki eftir getu. í þessari grein verður annars vegar leitast við að draga upp örlitla mynd af þeim aðstæðum sem ríktu í íslenskum bamaskólum þegar Steingrímur fór utan og þegar hann kom til starfa 1920. Hins vegar verður rakið hvaða erlendar hugmyndir liggja að baki stefnumálum hans og kennsluaðferðum, hvernig hann kom þeim á framfæri og hvernig þeim var tekið. Hér verður ekkert fjallað um þann þátt í starfi Steingríms sem einn mundi nægja til þess að halda nafni hans á lofti sem málsvara íslenskra barna. Er þar átt við hlut hans að stofnun og uppbyggingu Barnavina- félagsins Sumargjafar en þar sat hann í stjórn í 15 ár. Ekki er heldur vikið neitt að störfum hans eftir að hann hætti kennslu við Kennaraskólartn en hann fluttist þá til Bandaríkjanna, rúmlega sextugur að aldri, og kenndi m.a. við háskóla þar, flutti fyrirlestra, skrifaði bækur og kynnti ísland á ýmsan hátt. 1 Ögmundur var einnig í Ameríku veturinn 1917-1918 og kynnti sér fræðslumál. Sbr. Vörður 1918 1,8:24. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 4. árg. 1995 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.