Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 18

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 18
I HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR „unun er að vera inni í kennslustundum". Hefur hann þá þegar séð margar góðar aðferðir notaðar við kennslu (Steingrímur Arason 1916:9). Málgagn kennara, Skólablaðið, kom ekki út frá áramótum 1917 og til 1919 en þá tók Helgi Hjörvar við útgáfu þess. Fljótlega birtust þar greinar eftir Steingrím. Ein þeirra var um sérþekkingu og skrifuð af því tilefni að hneykslast hafði verið á því að í stjómarfrumvarpi um laun kennara var kennarapróf gert að skilyrði fyrir kenn- arastöðu. Þetta þótti Steingrími sjálfsagt og lýsir aukinni vinnuskiptingu og sér- þekkingu sem stefnu tímans. Hinar greinarnar hétu „Uppeldi" og fjölluðu um hvernig mætti vekja áhuga bama, um iðnlistir11 sem viðfangsefni í skólum og skól- ann sem þjóðfélagsstofnun. I lokagreininni leggur hann áherslu á tvennt: að stofna skóla fyrir lítil böm í kaupstöðum og að stofna unglingaskóla í sveitum. Greinina „Stjómarbylting á skólasviðinu" sendi Steingrímur einnig að vestan og birtist hún í Andvara 1919 (einnig sérprentuð). Grein Steingríms er dagsett 5. janúar 1919 en í septemberhefti Teachers College Record 1918 birti Kilpatrick „The Project Method" þar sem hann lýsir viðfangsaðferðinni. Ólíklegt er að svo ferskar kennslu- hugmyndir hafi nokkru sinni borist til íslands frá útlöndum með jafn skjótum hætti. I „Stjórnarbyltingunni" fjallar Steingrímur einkum um námstjórn og skólarann- sóknir. Hann telur námstjórn eiga stærstan þátt í að lyfta skólunum og breyta þeim í uppeldisstofnanir sem skili framtakssömum, góðum og starfhæfum einstaklingum út í þjóðfélagið. Rök fyrir forystu og verkstjórn í skólamálum séu ekki veigaminni en á öðrum sviðum. Verkstjórn Steingríms er ekki valdboð; námstjóri er samverka- maður kennara, annast leiðsögn, býr til námskrá í samvinnu við þá og notar skólarannsóknir til þess að vekja áhuga þeirra og skilning á starfinu. Námstjóri ræðir kosti og galla kennslunnar við einstaka kennara og efnir til kennarafunda í því skyni að í sameiningu megi ráða bót á erfiðleikum. Það er á hans ábyrgð að ná fram því besta í hverjum kennara eftir hæfileikum hvers og eins. Góð námskrá léttir kennslustarfið og gefur sameiginlegt takmark. Hún er röð af viðfangsefnum (projects) sem vekja áhuga bamanna og glæða hjá þeim hvöt til sjálfshjálpar og hana þarf að endurskoða á fárra ára fresti. Börnin sitja ekki aðgerðalaus og bíða eftir því að kennarinn „helli í þau tilreiddri fræðablöndu" (bls. 7). Þeim er opnuð leið til þess að starfa sjálf. Námskrá verður fyrst og fremst að hafa félagsgildi, þ.e. „innibindi áhugamál og þarfir lífsins eins og þær eru á yfir- standandi tímanum, bæði í umhverfinu og heiminum í heild" (bls. 11-12). Auk þess verður hún að hafa sálfræðilegt gildi „þannig að það starf, sem nemandanum er ætlað á hverju stigi þroskans, sé vel lagað til að auðga líf hans, eins og það er á yfirstandandi tímanum, með tilliti til einstaklingsþarfa hans og hæfileika" (bls. 12). Námsefnið má ekki vera ofvaxið skilningi bamsins og alls ekki byggjast ein- göngu á minnisatriðum. Námsefni, sem ekki vekur áhuga, á að útrýma og setja annað í staðinn sem hefur notagildi því þær greinar sem hafa notagildi hafa mest menntagildi. Lífið og nútíðin skera úr um notagildið. 11 Með orðinu iðnlistir á Steingrímur (1919-1920:119) við þær listir sem „miða að efnislegum notum, svo sem smíðar, saumaskapur, teiknun, leirbrensla o.s.frv." 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.