Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 89
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR
Leslisti liggur ekki fyrir í námskrá frá Kennaraháskóla Danmerkur, en þess er
getið að einstakir kennarar gefi upp gögn eftir því sem þurfa þykir á námskeiðun-
um. Við Háskólann á Ogðum er hins vegar fyrir hendi leslisti sem inniheldur
fræðirit (1200 síður), úrval barna- og unglingabóka (sem svarar til 20 mismunandi
bóka) og nýsigögn fyrir börn og unglinga.
Prófa- og matsfyrirkomulag er mismunandi í þessum tveimur menntastofnun-
um. I Noregi virðast vera gerðar strangar og ákveðnar kröfur til nemenda um skil
og frammistöðu. I Danmörku eru kröfur hins vegar af allt öðrum toga. Þar eru
engin skrifleg próf, en þess krafist að nemendur skili verkefnum í einstökum
námskeiðum (sjá Töflu 3).
Ég get ekki gert ótvírætt upp á milli námsins í þessum tveimur skólum. Að
mínum dómi hafa vissir þættir í norska náminu kosti fram yfir það danska. Má þar
nefna að inntökuskilyrði eru sveigjanlegri, námið er skipulagt út frá þremur megin-
þemum sem mynda ákveðna heild í stað fjölda sjálfstæðra námskeiða í Danmörku.
Auk þess er leslisti gefinn upp í námskrá og strangari kröfur gerðar um verk-
efnaskil og próf. Á hinn bóginn tel ég að í náminu í Danmörku sé tekið á ómissandi
námsþáttum sem vantar inn í norska námið. Þar má einkum nefna þjálfun í að nota
nýsitæki og að búa til margs konar gögn. Einnig er framboð á framhaldsmenntun
fyrir skólasafnskennara mun meira í Danmörku en í Noregi.
NÁM í SKÓLASAFNSFRÆÐI
VIÐ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Ör þróun í upplýsingamiðlun og tækni krefst viðbragða af hálfu grunnskólans. Það
er eðlilegt að skólasafnið sé vettvangur fræðslu um nýja tækni og leiðir á þessu
sviði, ekki síst eigi það markmið að nást að nemendur læri strax á fyrstu skólaár-
unum að nýta sér heimildarrit og gagnabanka við vinnu sína.
Eins og getið var um í inngangi tel ég að það nám sem er í boði hérlendis fyrir
skólasafnskennara miðist ekki nægilega við þarfir skólanna og eðli skólasafnsins.
Ég álít þess vegna tímabært að hugað verði að því að skipuleggja að minnsta kosti
30 eininga sérnám í skólasafnsfræði og tel æskilegt að það nám fari fram við Kenn-
araháskóla íslands.
Þessar 30 einingar gætu verið valgrein innan hins almenna náms til B.Ed.-
gráðu, en einnig mætti hugsa sér að boðið yrði upp á 30 eininga nám í skólasafns-
fræði innan 60 eininga framhaldsnáms til M.Ed.-prófs í uppeldis- og kennslufræði
við Kennaraháskóla Islands.
Hér á eftir mun ég leitast við að færa rök fyrir nauðsyn og gildi slíks náms í Ijósi
hins fjölþætta starfssviðs skólasafnskennarans og síðan leggja fram hugmyndir að
markmiðum með námi í skólasafnsfræði við Kennaraháskóla íslands.
Starfssvið skólasafnskennara
og rök fyrir gildi náms í skólasafnsfræði
Til þess að unnt verði að koma á fót námsgreininni skólasafnsfræði, setja námi í
slíkri grein markmið og gefa því inntak, er nauðsynlegt í upphafi að skilgreina
87