Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 89

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 89
KRISTÍN UNNSTEINSDÓTTIR Leslisti liggur ekki fyrir í námskrá frá Kennaraháskóla Danmerkur, en þess er getið að einstakir kennarar gefi upp gögn eftir því sem þurfa þykir á námskeiðun- um. Við Háskólann á Ogðum er hins vegar fyrir hendi leslisti sem inniheldur fræðirit (1200 síður), úrval barna- og unglingabóka (sem svarar til 20 mismunandi bóka) og nýsigögn fyrir börn og unglinga. Prófa- og matsfyrirkomulag er mismunandi í þessum tveimur menntastofnun- um. I Noregi virðast vera gerðar strangar og ákveðnar kröfur til nemenda um skil og frammistöðu. I Danmörku eru kröfur hins vegar af allt öðrum toga. Þar eru engin skrifleg próf, en þess krafist að nemendur skili verkefnum í einstökum námskeiðum (sjá Töflu 3). Ég get ekki gert ótvírætt upp á milli námsins í þessum tveimur skólum. Að mínum dómi hafa vissir þættir í norska náminu kosti fram yfir það danska. Má þar nefna að inntökuskilyrði eru sveigjanlegri, námið er skipulagt út frá þremur megin- þemum sem mynda ákveðna heild í stað fjölda sjálfstæðra námskeiða í Danmörku. Auk þess er leslisti gefinn upp í námskrá og strangari kröfur gerðar um verk- efnaskil og próf. Á hinn bóginn tel ég að í náminu í Danmörku sé tekið á ómissandi námsþáttum sem vantar inn í norska námið. Þar má einkum nefna þjálfun í að nota nýsitæki og að búa til margs konar gögn. Einnig er framboð á framhaldsmenntun fyrir skólasafnskennara mun meira í Danmörku en í Noregi. NÁM í SKÓLASAFNSFRÆÐI VIÐ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS Ör þróun í upplýsingamiðlun og tækni krefst viðbragða af hálfu grunnskólans. Það er eðlilegt að skólasafnið sé vettvangur fræðslu um nýja tækni og leiðir á þessu sviði, ekki síst eigi það markmið að nást að nemendur læri strax á fyrstu skólaár- unum að nýta sér heimildarrit og gagnabanka við vinnu sína. Eins og getið var um í inngangi tel ég að það nám sem er í boði hérlendis fyrir skólasafnskennara miðist ekki nægilega við þarfir skólanna og eðli skólasafnsins. Ég álít þess vegna tímabært að hugað verði að því að skipuleggja að minnsta kosti 30 eininga sérnám í skólasafnsfræði og tel æskilegt að það nám fari fram við Kenn- araháskóla íslands. Þessar 30 einingar gætu verið valgrein innan hins almenna náms til B.Ed.- gráðu, en einnig mætti hugsa sér að boðið yrði upp á 30 eininga nám í skólasafns- fræði innan 60 eininga framhaldsnáms til M.Ed.-prófs í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Islands. Hér á eftir mun ég leitast við að færa rök fyrir nauðsyn og gildi slíks náms í Ijósi hins fjölþætta starfssviðs skólasafnskennarans og síðan leggja fram hugmyndir að markmiðum með námi í skólasafnsfræði við Kennaraháskóla íslands. Starfssvið skólasafnskennara og rök fyrir gildi náms í skólasafnsfræði Til þess að unnt verði að koma á fót námsgreininni skólasafnsfræði, setja námi í slíkri grein markmið og gefa því inntak, er nauðsynlegt í upphafi að skilgreina 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.