Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 69
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR
brautum) skiptist aðallega á verkamanna-, þjónustu- og skrifstofustörf. Langflestir
þeirra sem höfðu menntun af háskólastigi voru í sérfræði- og stjómunarstörfum.
Þetta er nokkuð önnur dreifing en hjá vinnuaflinu í heild. Samanburður á starfs-
skiptingu þess unga fólks sem könnunin náði til og úrtaks íslendinga á aldrinum
18-75 ára bendir til að all stór hluti starfsmanna byrji í almennum verkamanna-
störfum en færi sig yfir í aðra starfsgreinaflokka þegar líður á starfsferilinn. Megin-
munurinn felst í því að af heildinni eru færri í verkamannastörfum (um 30%) og
mun fleiri í ýmiss konar stjórnunar- og sérfræðistörfum (um 25%) en reyndust vera
í þessu úrtaki 24-25 ára fólks (Spurningavagn Félagsvísindastofnunar Háskóla
íslands 1995). í þessu sambandi ber að minna á skekkjuna í úrtakinu, um 20%
árgangsins sem svaraði könnuninni var enn í skóla. Ekki er ólíklegt að þeir muni
einkum sinna stjómunar- og sérfræðistörfum að námi loknu.
Færni í starfi
Lestur, ritun, tjánitig og reiktiingur
Færni í lestri, ritun, tjáningu og reikningi virðist skipta miklu máli í íslensku at-
vinnulífi. Þar ber tjáningu hæst. Langflestir svarenda í könnuninni gegndu störfum
þar sem reyndi á tjáningu helming vinnutímans eða meira (yfir 90%). í nánast
öllum störfum reyndi annaðhvort á lestur, ritun eða reikning en þó ekki alla þessa
þætti í einu.
Til að kanna lestur í starfi voru viðmælendur spurðir hvort þeir þyrftu að lesa
ákveðnar gerðir af textum í vinnunni, allt frá notkunarleiðbeiningum til tækni-
tímarita og skýrslna. Rúmlega helmingur svarenda þurfti að lesa öryggisreglur,
viðhaldslýsingar og leiðbeiningar um notkun tækja og verkfæra í starfi. Um 20%
þurfti að lesa tæknitímarit, fjármálaskýrslur eða opinberar skýrslur (einkum þeir
sem voru með háskólamenntun) og um 30% þurfti að lesa eitthvað annað. Fólk sem
lokið hafði framhalds- eða háskólamenntun var fremur í starfi sem reyndi talsvert á
lestrarfærni. Þetta átti þó ekki við nám af tveggja ára brautum í framhaldsskóla.
Rituðu máli var skipt í sex stig í könnuninni allt frá einföldum setningum upp í
skýrslur. Niðurstöður voru skýrar. Fólk með háskólamenntun þurfti í mestum mæli
að skrifa alls konar texta. Fólk með stúdentspróf var einnig yfir meðaltali hvað
varðaði að fást við allar þær gerðir ritaðs máls sem spurt var um. Því flóknari sem
skriftirnar urðu því meiri munur kom fram á milli menntunarhópa. Yfir 70% út-
skrifaðra sögðust þurfa að vélrita eða skrifa einfaldar setningar í vinnunni, en
aðeins um helmingur brottfallsnemenda. Um 80% svarenda með háskólamenntun
þurftu að vélrita eða skrifa samfelldan texta í vinnunni en aðeins 2% þeirra sem
höfðu aldrei innritast í framhaldsskóla. Af þeim 18% svarenda sem söguðst aldrei
þurfa að skrifa neitt í vinnunni voru 65% brottfallsnemendur.
Til þess að reyna að átta sig á mikilvægi færni í munnlegri tjáningu voru við-
mælendur spurðir hve mikinn hluta af vinnutíma sínum þeir hefðu samskipti við
annað fólk, en einnig var spurt sérstaklga um samskipti við viðskiptavini. Aðeins
stærra hlutfall brottfallsnemenda (78%) en útskrifaðra (67%) kvaðst alltaf þurfa að
hafa samskipti við annað fólk í starfi sínu. Þetta átti við um aðeins tæplega helming
þeirra sem höfðu háskólagráðu. Aftur á móti þurftu útskrifaðir oftar að þjóna eða
67