Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 69

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 69
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR brautum) skiptist aðallega á verkamanna-, þjónustu- og skrifstofustörf. Langflestir þeirra sem höfðu menntun af háskólastigi voru í sérfræði- og stjómunarstörfum. Þetta er nokkuð önnur dreifing en hjá vinnuaflinu í heild. Samanburður á starfs- skiptingu þess unga fólks sem könnunin náði til og úrtaks íslendinga á aldrinum 18-75 ára bendir til að all stór hluti starfsmanna byrji í almennum verkamanna- störfum en færi sig yfir í aðra starfsgreinaflokka þegar líður á starfsferilinn. Megin- munurinn felst í því að af heildinni eru færri í verkamannastörfum (um 30%) og mun fleiri í ýmiss konar stjórnunar- og sérfræðistörfum (um 25%) en reyndust vera í þessu úrtaki 24-25 ára fólks (Spurningavagn Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands 1995). í þessu sambandi ber að minna á skekkjuna í úrtakinu, um 20% árgangsins sem svaraði könnuninni var enn í skóla. Ekki er ólíklegt að þeir muni einkum sinna stjómunar- og sérfræðistörfum að námi loknu. Færni í starfi Lestur, ritun, tjánitig og reiktiingur Færni í lestri, ritun, tjáningu og reikningi virðist skipta miklu máli í íslensku at- vinnulífi. Þar ber tjáningu hæst. Langflestir svarenda í könnuninni gegndu störfum þar sem reyndi á tjáningu helming vinnutímans eða meira (yfir 90%). í nánast öllum störfum reyndi annaðhvort á lestur, ritun eða reikning en þó ekki alla þessa þætti í einu. Til að kanna lestur í starfi voru viðmælendur spurðir hvort þeir þyrftu að lesa ákveðnar gerðir af textum í vinnunni, allt frá notkunarleiðbeiningum til tækni- tímarita og skýrslna. Rúmlega helmingur svarenda þurfti að lesa öryggisreglur, viðhaldslýsingar og leiðbeiningar um notkun tækja og verkfæra í starfi. Um 20% þurfti að lesa tæknitímarit, fjármálaskýrslur eða opinberar skýrslur (einkum þeir sem voru með háskólamenntun) og um 30% þurfti að lesa eitthvað annað. Fólk sem lokið hafði framhalds- eða háskólamenntun var fremur í starfi sem reyndi talsvert á lestrarfærni. Þetta átti þó ekki við nám af tveggja ára brautum í framhaldsskóla. Rituðu máli var skipt í sex stig í könnuninni allt frá einföldum setningum upp í skýrslur. Niðurstöður voru skýrar. Fólk með háskólamenntun þurfti í mestum mæli að skrifa alls konar texta. Fólk með stúdentspróf var einnig yfir meðaltali hvað varðaði að fást við allar þær gerðir ritaðs máls sem spurt var um. Því flóknari sem skriftirnar urðu því meiri munur kom fram á milli menntunarhópa. Yfir 70% út- skrifaðra sögðust þurfa að vélrita eða skrifa einfaldar setningar í vinnunni, en aðeins um helmingur brottfallsnemenda. Um 80% svarenda með háskólamenntun þurftu að vélrita eða skrifa samfelldan texta í vinnunni en aðeins 2% þeirra sem höfðu aldrei innritast í framhaldsskóla. Af þeim 18% svarenda sem söguðst aldrei þurfa að skrifa neitt í vinnunni voru 65% brottfallsnemendur. Til þess að reyna að átta sig á mikilvægi færni í munnlegri tjáningu voru við- mælendur spurðir hve mikinn hluta af vinnutíma sínum þeir hefðu samskipti við annað fólk, en einnig var spurt sérstaklga um samskipti við viðskiptavini. Aðeins stærra hlutfall brottfallsnemenda (78%) en útskrifaðra (67%) kvaðst alltaf þurfa að hafa samskipti við annað fólk í starfi sínu. Þetta átti við um aðeins tæplega helming þeirra sem höfðu háskólagráðu. Aftur á móti þurftu útskrifaðir oftar að þjóna eða 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.